Viðskipti innlent

Teitur Björn til Ís­lensku lög­fræði­stofunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Teitur Björn Einarsson var þingmaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 2016 til 2017.
Teitur Björn Einarsson var þingmaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 2016 til 2017. Aðsend

Teitur Björn Einarsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður, bætist í hóp lögmanna Íslensku lögfræðistofunnar nú í september.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Teitur Björn verði með starfsstöð í Skagafirði.

„Teitur útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2006 og varð héraðsdómslögmaður árið 2007. Teitur hefur í gegnum tíðina sinnt félaga-, skatta- og lögfræðiráðgjöf ásamt því að hafa gegnt fjölbreyttum trúnaðar- og félagsstörfum. Hann var aðstoðarmaður fjármálaráðherra árin 2014-2016 og þingmaður Sjálfstæðisflokksins kjörtímabilið 2016-2017.

Teitur er kvæntur Margréti Gísladóttur og eiga þau saman tvo syni,“ segir í tilkynningunni.

Hjá Íslensku lögfræðistofunni starfa átta lögmenn .





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×