Handbolti

Þór á heiðarlegasta leikmann Olís-deildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Hólm Kristjánsson var svo viss um að verið væri að dæma boltann af honum að hann skilaði honum án þess að dómararnir flautuðu.
Aron Hólm Kristjánsson var svo viss um að verið væri að dæma boltann af honum að hann skilaði honum án þess að dómararnir flautuðu. vísir/stöð 2 sport

Strákarnir í Seinni bylgjunni eru búnir að finna heiðarlegasta leikmann Olís-deildar karla. Hann heitir Aron Hólm Kristjánsson og leikur með Þór.

Í leiknum gegn FH á fimmtudaginn hætti Aron og lagði boltann niður þegar Þór var í sókn. Hann gerði einfaldlega ráð fyrir því að búið væri að dæma fót á hann. Dómarar leiksins, þeir Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson, blésu hins vegar aldrei í flautur sínar.

Einn stuðningsmaður Þórs í stúkunni var ekkert alltof sáttur og kallaði inn á völlinn: „Það er að lágmarki að dómarinn flauti.“

Farið var yfir þetta undarlega atvik í Seinni bylgjunni á laugardaginn. Henry Birgir Gunnarsson spurði sérfræðinga þáttarins, þá Theodór Inga Pálmason og Ágúst Jóhannsson, hvort þeir hafi séð svona heiðarleika inni á handboltavellinum áður.

„Ekki síðan ég hætti,“ sagði Ágúst og hló. „Ef allir væru svona heiðarlegir myndi það auðvelda starf dómaranna mikið,“ bætti Theodór við.

Þór tapaði fyrir FH, 19-24, og er án stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í Olís-deildinni. Næsti leikur Þórsara er gegn ÍR-ingum í Austurberginu á fimmtudaginn.

Klippa: Seinni bylgjan - Heiðarlegastur í Olís-deild karla

Tengdar fréttir

Fór úr engu vörðu skoti í 21

Björgvin Páll Gústavsson svaraði fyrir slaka frammistöðu gegn Gróttu með stórleik gegn ÍBV á laugardaginn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.