Körfubolti

„Hann skaut þessu skoti með sjálfstrausti Kobe Bryant“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Davis fagnar sigurkörfunni sinni í nótt.
Anthony Davis fagnar sigurkörfunni sinni í nótt. AP/Mark J. Terrill

Anthony Davis setti niður skuggalegt skot í nótt um leið og leiktíminn rann út og tryggði með því Los Angeles Lakers sigur á Denver Nuggets í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar.

Körfuboltasérfræðingar kepptust skiljanlega um að hrósa Anthony Davis eftir leikinn og einn þeirra benti á það að þetta hafi verið skotið sem gæti breytt öllu fyrir Anthony Davis.

Anthony Davis var í úrvalsliði NBA deildarinnar á þessu tímabili en hefur oftar en ekki verið í skugganum á LeBron James.

Þegar á reyndi í leiknum í gær var það hins vegar Anthony Davis sem setti niður öll stóru skotin fyrir Lakers-liðið. Davis endaði leikinn með 31 stig.

Chris Broussard ræddi sína sýn á skotið í þættinum First Things First eins og sjá má hér fyrir neðan.

„Ég elskaði það að hann skaut þessu skoti með sjálfstrausti Kobe Bryant. Líkamstjáninginn hans leit mjög vel út og hann leit allan tímann út fyrir það að vera að fara að setja þetta skot niður,“ sagði Chris Broussard.

„Ég elskaði það líka að hann skaut yfir Jokic sem var að spila frábæra vörn. Þetta var góður varnarleikur en bara enn betri sóknarleikur,“ sagði Chris Broussard og nefndi það líka að Davis kom þarna sterkur til baka eftir að Nikola Jokić hafði skorað auðveldlega yfir hann tuttugu sekúndum fyrr.

„Ég lít svo á að ef Lakers fer alla leið og vinnur titilinn, sem ég býst við því að þeir geri, að við munum horfa til baka á þetta skot sem skotið þar sem Anthony Davis kom fram sem súperstjarna. Í mínum augum fór hann þarna úr því að vera mjög góður leikmaður í dag í að verða mjög góður leikmaður í sögu NBA-deildarinnar,“ sagði Chris Broussard.

„Stóra spurningin hjá mér var um það hvort AD tæki að sér það hlutverk að vera maðurinn sem litið leitaði til í fjórða leikhluta. Ég sá það ekki í deildarkeppninni en hann hefur verið sá maður í úrslitakeppninni,“ sagði Broussard eins og sjá má hér fyrir ofan. Skotið er hér fyrir neðan.

NBA


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.