Lækka bensínverð um 37 krónur á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2020 12:34 Akureyringar geta fengið bensín á rúmlega 185 krónur lítrann á einum stað í bænum, útjaðri hans norðanverðum. Fróðlegt verður að sjá hvort samkeppnisaðilar stökkvi til og bjóði upp á sambærilegt verð á einstaka stöð norðan heiða. Vísir/Vilhelm Atlantsolía hefur lækkað verð á eldsneytislítranum á bensínstöðinni við Baldursnes á Akureyri til samræmis við verðstefnu sína í Kaplakrika og á Sprengisandi. Fyrirtækið fullyrðir að nú bjóði það upp á langódýrasta eldsneytislítrann á Norðurlandi. Bensínlítrinn á Baldursnesi kostar nú 185,5 krónur og dísillítrinn 181,5 krónu, sem er sama verð og á Sprengisandi og í Kaplakrika. Almennt listaverð félagsins er í dag 222,7 krónur á lítrann af bensíni og 210,8 krónur á dísillítrann. Allir viðskiptavinir fá sama lága eldsneytisverðið á Baldursnesi óháð fríðindakerfum, meðlimagjöldum eða öðrum afsláttarkjörum. Orkan býður upp á bensín á 185,4 krónur lítrann á Dalvegi og Reykjavíkurvegi á höfuðborgarsvæðinu. ÓB er með bensín á 185,5 krónur í Arnarsmára, Bæjarlind og Fjarðarkaupum. Bensín Costco er ódýrast á 182,9 krónur lítrann en félagsaðild þarf til kaupanna. Samanburð á bensínverði má finna til dæmis á Aurbjörg.is. „Bensínsprengjan okkar í Kaplakrika og á Sprengisandi hefur fengið frábærar viðtökur og breytti landslaginu á eldsneytismarkaðinum svo um munar neytendum til hagsbóta. Þó Atlantsolía sé eitt minnsta olíufélag landsins hefur fyrirtækið alltaf verið leiðandi í að sprengja upp eldsneytismarkaðinn og veita stóru olíurisunum aðhald í samkeppninni. Nú er komið að því að bjóða Akureyringum og nærsveitarmönnum þennan valkost, þ.e ódýrasta eldsneytisverðið og engin afsláttarkjör,“ segir Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu, í tilkynningu. „Í kjölfar verðlækkunarinnar í Kaplakrika og á Sprengisandi hefur komið ákall um sambærileg verð frá viðskiptavinum okkar norðan heiða og við erum að bregðast við því með þessum hætti. Nú er hægt að ferðast á ódýrasta eldsneytinu okkar landshluta á milli.“ Bensín og olía Akureyri Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Atlantsolía hefur lækkað verð á eldsneytislítranum á bensínstöðinni við Baldursnes á Akureyri til samræmis við verðstefnu sína í Kaplakrika og á Sprengisandi. Fyrirtækið fullyrðir að nú bjóði það upp á langódýrasta eldsneytislítrann á Norðurlandi. Bensínlítrinn á Baldursnesi kostar nú 185,5 krónur og dísillítrinn 181,5 krónu, sem er sama verð og á Sprengisandi og í Kaplakrika. Almennt listaverð félagsins er í dag 222,7 krónur á lítrann af bensíni og 210,8 krónur á dísillítrann. Allir viðskiptavinir fá sama lága eldsneytisverðið á Baldursnesi óháð fríðindakerfum, meðlimagjöldum eða öðrum afsláttarkjörum. Orkan býður upp á bensín á 185,4 krónur lítrann á Dalvegi og Reykjavíkurvegi á höfuðborgarsvæðinu. ÓB er með bensín á 185,5 krónur í Arnarsmára, Bæjarlind og Fjarðarkaupum. Bensín Costco er ódýrast á 182,9 krónur lítrann en félagsaðild þarf til kaupanna. Samanburð á bensínverði má finna til dæmis á Aurbjörg.is. „Bensínsprengjan okkar í Kaplakrika og á Sprengisandi hefur fengið frábærar viðtökur og breytti landslaginu á eldsneytismarkaðinum svo um munar neytendum til hagsbóta. Þó Atlantsolía sé eitt minnsta olíufélag landsins hefur fyrirtækið alltaf verið leiðandi í að sprengja upp eldsneytismarkaðinn og veita stóru olíurisunum aðhald í samkeppninni. Nú er komið að því að bjóða Akureyringum og nærsveitarmönnum þennan valkost, þ.e ódýrasta eldsneytisverðið og engin afsláttarkjör,“ segir Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu, í tilkynningu. „Í kjölfar verðlækkunarinnar í Kaplakrika og á Sprengisandi hefur komið ákall um sambærileg verð frá viðskiptavinum okkar norðan heiða og við erum að bregðast við því með þessum hætti. Nú er hægt að ferðast á ódýrasta eldsneytinu okkar landshluta á milli.“
Bensín og olía Akureyri Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira