Handbolti

Hversu hátt getur Krían flogið?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Krían er mætt til leiks í Grill-66 deild karla.
Krían er mætt til leiks í Grill-66 deild karla. Mynd/Stöð 2

Kría er annað tveggja nýrra liða í Grill-66 deildinni í handbolta. Deildin fer af stað í kvöld og eina spurningin er hversu hátt getur Krían flogið?

Svava Kristín Grétarsdóttir fór yfir öflugt lið Kríu í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá hér að neðan.

Sigurður Ingiberg Ólafsson stendur í rammanum en hann hefur leikið með Val og ÍR í Olís-deildinni undanfarin ár. Kristján Orri Jóhannsson – sem skoraði 102 mörk í Olís-deildinni á síðustu leiktíð – er einnig genginn til liðs við liðið.

Þá eru þeir Júlíus Þórir Stefánsson, Daði Laxdal Gautason, Egill Ploder Ottórsson, Jón Kaldal Jóhannsson, Filip Andonov, Árni Benedikt Árnason, tvíburarnir Henrik og Hlynur Bjarnasynir ásamt Vilhjálmi Geir Haukssyni allir í leikmannahópi liðsins.

Deildin fer af stað nú í kvöld og ljóst að það verður mikið fjör í Grill-66 deildinni í vetur. 

Klippa: Hversu hátt getur Krían flogið?

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×