Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2020 13:00 Tiktok er vinsælt myndbandadeiliforrit. Bandarísk stjórnvöld saka það um að safna persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn fyrir Kína. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. Bannið á að taka gildi strax á sunnudag, 20. september en viðræður standa nú yfir um að færa starfsemi fyrirtækisins til Bandaríkjanna. Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, segir að tilskipun sem ráðuneyti hans gaf út í dag sé ætlað að „berjast gegn fjandsamlegri söfnun Kína á persónuupplýsingum um bandaríska borgara“, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Fólki í Bandaríkjunum verður bannað að ná í forritin. Tæknifyrirtækjunum Apple og Google verður bannað að bjóða upp á forritin í snjallforritaverslunum sínum. Þeim sem eru þegar með forritin í símum sínum verður ekki gert að eyða þeim en þeir geta ekki lengur uppfært forritin. Ráðuneytið segir þó að Donald Trump forseti gæti enn ákveðið að hætta við bannið áður en það tekur gildi seint á sunnudag. Bytedance, eigandi Tiktok, á nú í viðræðum við bandaríska tæknifyrirtækið Oracle um að stofna nýtt fyrirtæki utan um reksturinn til þess að sefa áhyggjur bandarískra stjórnvalda af persónuverndarsjónarmiðum. Kínversk stjórnvöld og Bytedance hafa hafnað því að þau safni persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn til njósna. Reuters-fréttastofan segir að um 100 milljónir Tiktok-notenda séu í Bandaríkjunum en forritið er sérstaklega vinsælt á meðal yngri kynslóðarinnar þar. Wechat nota um nítján milljónir manna í Bandaríkunum daglega. Bandaríkin Kína TikTok Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. Bannið á að taka gildi strax á sunnudag, 20. september en viðræður standa nú yfir um að færa starfsemi fyrirtækisins til Bandaríkjanna. Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, segir að tilskipun sem ráðuneyti hans gaf út í dag sé ætlað að „berjast gegn fjandsamlegri söfnun Kína á persónuupplýsingum um bandaríska borgara“, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Fólki í Bandaríkjunum verður bannað að ná í forritin. Tæknifyrirtækjunum Apple og Google verður bannað að bjóða upp á forritin í snjallforritaverslunum sínum. Þeim sem eru þegar með forritin í símum sínum verður ekki gert að eyða þeim en þeir geta ekki lengur uppfært forritin. Ráðuneytið segir þó að Donald Trump forseti gæti enn ákveðið að hætta við bannið áður en það tekur gildi seint á sunnudag. Bytedance, eigandi Tiktok, á nú í viðræðum við bandaríska tæknifyrirtækið Oracle um að stofna nýtt fyrirtæki utan um reksturinn til þess að sefa áhyggjur bandarískra stjórnvalda af persónuverndarsjónarmiðum. Kínversk stjórnvöld og Bytedance hafa hafnað því að þau safni persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn til njósna. Reuters-fréttastofan segir að um 100 milljónir Tiktok-notenda séu í Bandaríkjunum en forritið er sérstaklega vinsælt á meðal yngri kynslóðarinnar þar. Wechat nota um nítján milljónir manna í Bandaríkunum daglega.
Bandaríkin Kína TikTok Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent