Gengið til kjörklefa Helgi Týr Tumason skrifar 17. september 2020 12:00 Nú styttist óðfluga í kosningar í okkar umtalaða nýja sveitarfélagi. Laugardagurinn næstkomandi, 19. september, markar tímamót í okkar samfélagi og er gríðarstórt skref í átt að vonandi bættum tímum okkar íbúanna í sveitarfélaginu. Bæklingar og einblöðungar hafa streymt inn bréfalúgur kjósenda síðustu daga, sem nú þurfa að gera upp hug sinn um hverjum þeir treysta best til að sigla skútunni til nánustu framtíðar í okkar heimabyggðum, hafi þeir nú ekki þegar gert svo. Stiklað á stóru Ég sjálfur ákvað eftir smá umhugsun seinasta vor að það væri kominn tími fyrir mig til reyna að láta gott af mér leiða og ákvað að láta slag standa og vera með á framboðslista Miðflokksins. Þegar ég var beðinn um að vera í 3. Sæti á lista X-M að þá fór ég á fund með mörgum af þeim sem eru á listanum í komandi kosningum, og ég heillaðist mjög af þeirra hugsjónum og stefnum. Ég sá það strax að þarna var komið saman fólk sem að vildi öllu samfélaginu vel, og vildi kappkosta við að gera okkar sveitarfélag að eftirsóknarverðum byggðarkjörnum til að setjast að í, eignast þar fjölskyldur, og að starfa við þau störf sem við höfum áhuga á að vinna við, í sátt og samlyndi við umhverfi og náttúru. Horft til framtíðar Á okkar lista að þá erum við með ungt og framsækið fólk í efstu sætunum. Þar er gríðarmikil reynsla úr menningu og starfi að baki, en kannski ekki ýkja mikil reynsla á bakinu af sveitarstjórnarstörfum í heild sinni. Við höfum heyrt því fleytt fram að það sé ekki æskilegt að bjóða fram svo reynslulaust fólk á þessum sviðum, en þá vil ég spyrja á móti, af hverju ekki? Er ekki þvert á móti gagnlegt og gott að hafa ung og víðsýn augu sem hafa góða tilfinningu fyrir vilja og framtíðarsýn ungs fólks í fjórðungnum? Við þurfum ferskan blæ inn í nýtt sveitarfélag, og við þurfum að reyna að gera okkar allra besta í að markaðssetja Austurland og nýtt sveitarfélag sem áfangastað fyrir ungt fólk eftir nám. Við viljum að fólk geti sagt „hér er gott að búa“. Við þurfum að hugsa stórt í þessum efnum og til þess þurfum við bæði ungt og kraftmikið fólk sem hefur áhuga á því að bæta okkar góða samfélag, í bland við reynslu þeirra sem þegar hafa lagt hönd á plóginn í baráttu til bættra kjara í „gömlu sveitarfélögunum“. Við þurfum að horfa fram á veginn og hugsa „störf án staðsetninga“ í stað „staðsetningar án starfa“. Framtíðin er í okkar höndum. X-? Ég tel að við öll getum gert margt til að bæta okkar samfélag, og þá sérstaklega nú þegar við erum orðin að stærsta sveitarfélagi landsins að flatarmáli, og náum að verða í kringum 5.000 íbúar í nýskipaðri byggð. Ég tel að í krafti fjöldans að þá getum við náð fram betrumbættu atvinnulífi, samgöngum, menntunarmöguleikum og öllu því sem að auðugt og blómlegt samfélag ætti að hafa upp á að bjóða. Til þess þurfum við öll að vinna saman og ég hef fulla trú á okkur í fjórðungnum í þetta verkefni. Ég ætla ekki að sitja hér og segja ykkur að þið ættuð að frekar að stimpla við þennan ákveðna bókstaf, heldur en annan þegar þið gangið til kjörklefa á Laugardaginn kemur, það er gríðarmikið af góðu og glæsilegu fólki á öllum framboðslistum og á því leikur enginn vafi. Það sem ég GET hins vegar sagt ykkur er það, að við hjá X-M munum gera allt sem í valdi okkar stendur til að vera fyrst og fremst málefnalegur og góður forsvari ykkar íbúanna og af minni upplifun að þá get ég sagt ykkur með fullri vissu að allt það góða fólk sem stendur fyrir lista Miðflokksins á Austurlandi mun gera það af sanngirni, einlægni, og fórnfýsi, og gera sitt allra besta, fáum við til þess umboð frá ykkur, kæru kjósendur. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Djúpivogur Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist óðfluga í kosningar í okkar umtalaða nýja sveitarfélagi. Laugardagurinn næstkomandi, 19. september, markar tímamót í okkar samfélagi og er gríðarstórt skref í átt að vonandi bættum tímum okkar íbúanna í sveitarfélaginu. Bæklingar og einblöðungar hafa streymt inn bréfalúgur kjósenda síðustu daga, sem nú þurfa að gera upp hug sinn um hverjum þeir treysta best til að sigla skútunni til nánustu framtíðar í okkar heimabyggðum, hafi þeir nú ekki þegar gert svo. Stiklað á stóru Ég sjálfur ákvað eftir smá umhugsun seinasta vor að það væri kominn tími fyrir mig til reyna að láta gott af mér leiða og ákvað að láta slag standa og vera með á framboðslista Miðflokksins. Þegar ég var beðinn um að vera í 3. Sæti á lista X-M að þá fór ég á fund með mörgum af þeim sem eru á listanum í komandi kosningum, og ég heillaðist mjög af þeirra hugsjónum og stefnum. Ég sá það strax að þarna var komið saman fólk sem að vildi öllu samfélaginu vel, og vildi kappkosta við að gera okkar sveitarfélag að eftirsóknarverðum byggðarkjörnum til að setjast að í, eignast þar fjölskyldur, og að starfa við þau störf sem við höfum áhuga á að vinna við, í sátt og samlyndi við umhverfi og náttúru. Horft til framtíðar Á okkar lista að þá erum við með ungt og framsækið fólk í efstu sætunum. Þar er gríðarmikil reynsla úr menningu og starfi að baki, en kannski ekki ýkja mikil reynsla á bakinu af sveitarstjórnarstörfum í heild sinni. Við höfum heyrt því fleytt fram að það sé ekki æskilegt að bjóða fram svo reynslulaust fólk á þessum sviðum, en þá vil ég spyrja á móti, af hverju ekki? Er ekki þvert á móti gagnlegt og gott að hafa ung og víðsýn augu sem hafa góða tilfinningu fyrir vilja og framtíðarsýn ungs fólks í fjórðungnum? Við þurfum ferskan blæ inn í nýtt sveitarfélag, og við þurfum að reyna að gera okkar allra besta í að markaðssetja Austurland og nýtt sveitarfélag sem áfangastað fyrir ungt fólk eftir nám. Við viljum að fólk geti sagt „hér er gott að búa“. Við þurfum að hugsa stórt í þessum efnum og til þess þurfum við bæði ungt og kraftmikið fólk sem hefur áhuga á því að bæta okkar góða samfélag, í bland við reynslu þeirra sem þegar hafa lagt hönd á plóginn í baráttu til bættra kjara í „gömlu sveitarfélögunum“. Við þurfum að horfa fram á veginn og hugsa „störf án staðsetninga“ í stað „staðsetningar án starfa“. Framtíðin er í okkar höndum. X-? Ég tel að við öll getum gert margt til að bæta okkar samfélag, og þá sérstaklega nú þegar við erum orðin að stærsta sveitarfélagi landsins að flatarmáli, og náum að verða í kringum 5.000 íbúar í nýskipaðri byggð. Ég tel að í krafti fjöldans að þá getum við náð fram betrumbættu atvinnulífi, samgöngum, menntunarmöguleikum og öllu því sem að auðugt og blómlegt samfélag ætti að hafa upp á að bjóða. Til þess þurfum við öll að vinna saman og ég hef fulla trú á okkur í fjórðungnum í þetta verkefni. Ég ætla ekki að sitja hér og segja ykkur að þið ættuð að frekar að stimpla við þennan ákveðna bókstaf, heldur en annan þegar þið gangið til kjörklefa á Laugardaginn kemur, það er gríðarmikið af góðu og glæsilegu fólki á öllum framboðslistum og á því leikur enginn vafi. Það sem ég GET hins vegar sagt ykkur er það, að við hjá X-M munum gera allt sem í valdi okkar stendur til að vera fyrst og fremst málefnalegur og góður forsvari ykkar íbúanna og af minni upplifun að þá get ég sagt ykkur með fullri vissu að allt það góða fólk sem stendur fyrir lista Miðflokksins á Austurlandi mun gera það af sanngirni, einlægni, og fórnfýsi, og gera sitt allra besta, fáum við til þess umboð frá ykkur, kæru kjósendur. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar