Kjartan Örn í hóp fjárfestingastjóra Brunns Ventures Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2020 10:38 Kjartan Örn Ólafsson. Brunn ventures Kjartan Örn Ólafsson hefur gengið til liðs við Brunns Ventures þar sem hann mun ganga í raðir fjárfestingastjóra. Hann hefur setið í stjórn Brunns vaxtarsjóðs frá stofnun árið 2015. Í tilkynningu segir að Kjartan muni taka þátt í að stýra nýjum átta milljarða vísisjóði (e. venture capital fund) sem ýtt verður úr vör á haustmánuðum undir nafninu Brunnur vaxtarsjóður II. „Kjartan verður einn af fjórum fjárfestingastjórum í teyminu og mun starfa sem Venture Partner, sem lauslega má þýða sem framtaksfjárfestingarstjóri. Það fyrirkomulag er oft haft á þegar reynslumikill frumkvöðull gengur til liðs við vísisjóð, tekur fullan þátt í öflun tækifæra, undirbúningi, greiningu og eftirfylgni að lokinni fjárfestingu sjóðsins en hefur þá sérstöðu að geta jafnframt verið virkur í öðrum fjárfestingaverkefnum sem ekki skarast við rekstur sjóðsins. Venture Partner fyrirkomulagið er algengt á meðal erlendra vísisjóða en er nú í fyrsta sinn innleitt á Íslandi. Kjartan hefur stofnað og rekið eigin nýsköpunarfyrirtæki, fjárfest og setið í stjórnum annarra bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Má þar nefna félög eins og Basno, GRID, Já, Datamarket og TeaTime. Árið 2011 stofnaði Kjartan tæknifyrirtækið Basno Inc. sem starfar í New York og tryggði því fjármögnun frá leiðandi bandarískum vísisjóðum. Áður var hann um árabil framkvæmdastjóri á viðskiptaþróunarsviði fjölmiðlafyrirtæksins Bertelsmann Inc. í New York. Þar stýrði hann nýsköpunarverkefnum fyrir dótturfyrirtæki þess svo sem Random House, SonyBMG Music og Fremantle Media sem öll eru leiðandi á heimsvísu á sínu sviði,“ segir í tilkynningunni. Kjartan hefur setið í stjórnum samtaka og stofnana svo sem American-Scandinavian Foundation, Hörpu tónlistarhúss, verið stjórnarformaður Listahátíðar í Reykjavík og er stjórnarformaður UNICEF á Íslandi. Hann las heimspeki og rökfræði til BA-prófs við Háskóla Íslands og Háskólann í Genúa á Ítalíu, og lauk MBA-gráðu frá Harvard Business School. Vistaskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Kjartan Örn Ólafsson hefur gengið til liðs við Brunns Ventures þar sem hann mun ganga í raðir fjárfestingastjóra. Hann hefur setið í stjórn Brunns vaxtarsjóðs frá stofnun árið 2015. Í tilkynningu segir að Kjartan muni taka þátt í að stýra nýjum átta milljarða vísisjóði (e. venture capital fund) sem ýtt verður úr vör á haustmánuðum undir nafninu Brunnur vaxtarsjóður II. „Kjartan verður einn af fjórum fjárfestingastjórum í teyminu og mun starfa sem Venture Partner, sem lauslega má þýða sem framtaksfjárfestingarstjóri. Það fyrirkomulag er oft haft á þegar reynslumikill frumkvöðull gengur til liðs við vísisjóð, tekur fullan þátt í öflun tækifæra, undirbúningi, greiningu og eftirfylgni að lokinni fjárfestingu sjóðsins en hefur þá sérstöðu að geta jafnframt verið virkur í öðrum fjárfestingaverkefnum sem ekki skarast við rekstur sjóðsins. Venture Partner fyrirkomulagið er algengt á meðal erlendra vísisjóða en er nú í fyrsta sinn innleitt á Íslandi. Kjartan hefur stofnað og rekið eigin nýsköpunarfyrirtæki, fjárfest og setið í stjórnum annarra bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Má þar nefna félög eins og Basno, GRID, Já, Datamarket og TeaTime. Árið 2011 stofnaði Kjartan tæknifyrirtækið Basno Inc. sem starfar í New York og tryggði því fjármögnun frá leiðandi bandarískum vísisjóðum. Áður var hann um árabil framkvæmdastjóri á viðskiptaþróunarsviði fjölmiðlafyrirtæksins Bertelsmann Inc. í New York. Þar stýrði hann nýsköpunarverkefnum fyrir dótturfyrirtæki þess svo sem Random House, SonyBMG Music og Fremantle Media sem öll eru leiðandi á heimsvísu á sínu sviði,“ segir í tilkynningunni. Kjartan hefur setið í stjórnum samtaka og stofnana svo sem American-Scandinavian Foundation, Hörpu tónlistarhúss, verið stjórnarformaður Listahátíðar í Reykjavík og er stjórnarformaður UNICEF á Íslandi. Hann las heimspeki og rökfræði til BA-prófs við Háskóla Íslands og Háskólann í Genúa á Ítalíu, og lauk MBA-gráðu frá Harvard Business School.
Vistaskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira