Kjartan Örn í hóp fjárfestingastjóra Brunns Ventures Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2020 10:38 Kjartan Örn Ólafsson. Brunn ventures Kjartan Örn Ólafsson hefur gengið til liðs við Brunns Ventures þar sem hann mun ganga í raðir fjárfestingastjóra. Hann hefur setið í stjórn Brunns vaxtarsjóðs frá stofnun árið 2015. Í tilkynningu segir að Kjartan muni taka þátt í að stýra nýjum átta milljarða vísisjóði (e. venture capital fund) sem ýtt verður úr vör á haustmánuðum undir nafninu Brunnur vaxtarsjóður II. „Kjartan verður einn af fjórum fjárfestingastjórum í teyminu og mun starfa sem Venture Partner, sem lauslega má þýða sem framtaksfjárfestingarstjóri. Það fyrirkomulag er oft haft á þegar reynslumikill frumkvöðull gengur til liðs við vísisjóð, tekur fullan þátt í öflun tækifæra, undirbúningi, greiningu og eftirfylgni að lokinni fjárfestingu sjóðsins en hefur þá sérstöðu að geta jafnframt verið virkur í öðrum fjárfestingaverkefnum sem ekki skarast við rekstur sjóðsins. Venture Partner fyrirkomulagið er algengt á meðal erlendra vísisjóða en er nú í fyrsta sinn innleitt á Íslandi. Kjartan hefur stofnað og rekið eigin nýsköpunarfyrirtæki, fjárfest og setið í stjórnum annarra bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Má þar nefna félög eins og Basno, GRID, Já, Datamarket og TeaTime. Árið 2011 stofnaði Kjartan tæknifyrirtækið Basno Inc. sem starfar í New York og tryggði því fjármögnun frá leiðandi bandarískum vísisjóðum. Áður var hann um árabil framkvæmdastjóri á viðskiptaþróunarsviði fjölmiðlafyrirtæksins Bertelsmann Inc. í New York. Þar stýrði hann nýsköpunarverkefnum fyrir dótturfyrirtæki þess svo sem Random House, SonyBMG Music og Fremantle Media sem öll eru leiðandi á heimsvísu á sínu sviði,“ segir í tilkynningunni. Kjartan hefur setið í stjórnum samtaka og stofnana svo sem American-Scandinavian Foundation, Hörpu tónlistarhúss, verið stjórnarformaður Listahátíðar í Reykjavík og er stjórnarformaður UNICEF á Íslandi. Hann las heimspeki og rökfræði til BA-prófs við Háskóla Íslands og Háskólann í Genúa á Ítalíu, og lauk MBA-gráðu frá Harvard Business School. Vistaskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Kjartan Örn Ólafsson hefur gengið til liðs við Brunns Ventures þar sem hann mun ganga í raðir fjárfestingastjóra. Hann hefur setið í stjórn Brunns vaxtarsjóðs frá stofnun árið 2015. Í tilkynningu segir að Kjartan muni taka þátt í að stýra nýjum átta milljarða vísisjóði (e. venture capital fund) sem ýtt verður úr vör á haustmánuðum undir nafninu Brunnur vaxtarsjóður II. „Kjartan verður einn af fjórum fjárfestingastjórum í teyminu og mun starfa sem Venture Partner, sem lauslega má þýða sem framtaksfjárfestingarstjóri. Það fyrirkomulag er oft haft á þegar reynslumikill frumkvöðull gengur til liðs við vísisjóð, tekur fullan þátt í öflun tækifæra, undirbúningi, greiningu og eftirfylgni að lokinni fjárfestingu sjóðsins en hefur þá sérstöðu að geta jafnframt verið virkur í öðrum fjárfestingaverkefnum sem ekki skarast við rekstur sjóðsins. Venture Partner fyrirkomulagið er algengt á meðal erlendra vísisjóða en er nú í fyrsta sinn innleitt á Íslandi. Kjartan hefur stofnað og rekið eigin nýsköpunarfyrirtæki, fjárfest og setið í stjórnum annarra bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Má þar nefna félög eins og Basno, GRID, Já, Datamarket og TeaTime. Árið 2011 stofnaði Kjartan tæknifyrirtækið Basno Inc. sem starfar í New York og tryggði því fjármögnun frá leiðandi bandarískum vísisjóðum. Áður var hann um árabil framkvæmdastjóri á viðskiptaþróunarsviði fjölmiðlafyrirtæksins Bertelsmann Inc. í New York. Þar stýrði hann nýsköpunarverkefnum fyrir dótturfyrirtæki þess svo sem Random House, SonyBMG Music og Fremantle Media sem öll eru leiðandi á heimsvísu á sínu sviði,“ segir í tilkynningunni. Kjartan hefur setið í stjórnum samtaka og stofnana svo sem American-Scandinavian Foundation, Hörpu tónlistarhúss, verið stjórnarformaður Listahátíðar í Reykjavík og er stjórnarformaður UNICEF á Íslandi. Hann las heimspeki og rökfræði til BA-prófs við Háskóla Íslands og Háskólann í Genúa á Ítalíu, og lauk MBA-gráðu frá Harvard Business School.
Vistaskipti Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun