Körfubolti

Þristunum rigndi og Lakers komið í úr­slitin | LeBron kominn í góðra manna hóp

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron James í eldlínunni.
LeBron James í eldlínunni. vísir/getty

Los Angeles Lakers er komið í úrslitaleik vesturdeildarinnar eftir sigur á Houston Rockets í fjórða leik liðanna í nótt, 119-96.

Sigurinn var sinker öruggur en Lakers var komið með fimmtán stiga forskot strax eftir fyrsta leikhlutann. Þar settu þeir tóninn.

LeBron James var einu sinni sem oftar í lykilhlutverki í úrslitakeppni NBA en han skoraði 29 stig í nótt, tók ellefu fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Lakers menn voru funheitir fyrir utan þriggja stiga línuna og hittu alls nítján þriggja stiga skotum en þristana má sjá hér neðst í fréttinni.

James Harden skoraði 30 stig fyrir Houston sem er úr leik. Hann bætti einnig við sex fráköstum og fimm stoðsendingum.

Í úrslitaleiknum mun Lakers mæta annað hvort Los Angeles Clippers eða Denver Nuggets. Clippers leiðir 3-2 í því einvígi.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.