Körfubolti

Meistararnir keppa um Ofurbikarinn við risana frá Barcelona og Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Baskonia fagna spænska meistaratitlinum sem þeir unnu óvænt í lok júlí.
Leikmenn Baskonia fagna spænska meistaratitlinum sem þeir unnu óvænt í lok júlí. Mynd/Baskonia

Spænski körfuboltinn er kominn í íslenskt sjónvarp í fyrsta sinn og fyrstu beinu útsendingarnar verða um helgina þegar fer fram Ofurbikarinn á Spáni.

Baskonia vann óvænt spænska meistaratitilinn í körfubolta í sumar en nú er komið að liðinu að standast ásókn stórliða Barca og Real í Ofurbikarnum.

Spænski Ofurbikarinn í körfubolta er tveggja daga keppni þar sem taka þátt fjögur lið. Undanúrslitin eru á laugardegi og úrslitaleikurinn er síðan á sunnudeginum.

Liðin sem fá þátttökurétt eru spænsku meistararnir, spænsku bikarmeistararnir, silfurlið síðasta tímabils og svo gestgjafarnir sem eru að þessu sinni frá Iberostar Tenerife frá Kanaríeyjum.

Risarnir í Barcelona og Real Madrid tókst ekki að landa spænska meistaratitlinum á síðasta tímabili þrátt fyrir að vera í efstu tveimur sætum deildarinnar þegar keppni var hætt.

Baskonia liðið var aftur á móti aðeins í áttunda sætinu þegar þurft að gera hlé vegna kórónuveirunnar en átti frábæra úrslitakeppni um mitt sumar.

Baskonia tapaði reyndar fyrir Barcelona með sex stigum í riðlakeppni úrslitanna en nýtti sér annað tækifæri í úrslitaleiknum sem Baskonia vann 69-67. Baskonia naut góðs af því að það þurfti aðeins leik til að komast bæði í gegnum undanúrslitin og tryggja sér spænska titilinn.

Nú er komið að Baskonia liðinu að standa undir nafni sem spænsku meistararnir í Ofurbikarnum.

Barcelona og Real Madrid eru nefnilega bæði með í Ofurbikarnum í ár, Real sem bikarmeistari og sigurvegari Ofurbikarsins í fyrra og Barcelona sem silfurliðið á síðasta tímabili.

Baskonia mætir einmitt liði Barcelona, sem Baskonia vann naumlega í úrslitaleiknum. Real Madrid spilar við heimamenn.

Stöð 2 Sport 2 sýnir undanúrslitaleik Baskonia og Barcelona klukkan 16.30 á morgun og undanúrslitaleik Tenerife og Real Madrid klukkan 19.30. Úrslitaleikurinn er síðan á milli sigurvegara liðanna klukkan 16.30 á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.