Meistararnir keppa um Ofurbikarinn við risana frá Barcelona og Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 15:30 Leikmenn Baskonia fagna spænska meistaratitlinum sem þeir unnu óvænt í lok júlí. Mynd/Baskonia Spænski körfuboltinn er kominn í íslenskt sjónvarp í fyrsta sinn og fyrstu beinu útsendingarnar verða um helgina þegar fer fram Ofurbikarinn á Spáni. Baskonia vann óvænt spænska meistaratitilinn í körfubolta í sumar en nú er komið að liðinu að standast ásókn stórliða Barca og Real í Ofurbikarnum. Spænski Ofurbikarinn í körfubolta er tveggja daga keppni þar sem taka þátt fjögur lið. Undanúrslitin eru á laugardegi og úrslitaleikurinn er síðan á sunnudeginum. Liðin sem fá þátttökurétt eru spænsku meistararnir, spænsku bikarmeistararnir, silfurlið síðasta tímabils og svo gestgjafarnir sem eru að þessu sinni frá Iberostar Tenerife frá Kanaríeyjum. ¡La #SupercopaEndesa Tenerife 2020 ya tiene horarios! Sábado 12 de septiembre 18:30 (17:30 hora insular) TD Systems @Baskonia - @FCBbasket 21:30 (20:30 h.i.) Iberostar Tenerife @CB1939Canarias - @RMBaloncesto Domingo 13 sept. 18:30 (17:30 h.i) Final pic.twitter.com/MxfqUWid7t— Liga Endesa (@ACBCOM) August 14, 2020 Risarnir í Barcelona og Real Madrid tókst ekki að landa spænska meistaratitlinum á síðasta tímabili þrátt fyrir að vera í efstu tveimur sætum deildarinnar þegar keppni var hætt. Baskonia liðið var aftur á móti aðeins í áttunda sætinu þegar þurft að gera hlé vegna kórónuveirunnar en átti frábæra úrslitakeppni um mitt sumar. Baskonia tapaði reyndar fyrir Barcelona með sex stigum í riðlakeppni úrslitanna en nýtti sér annað tækifæri í úrslitaleiknum sem Baskonia vann 69-67. Baskonia naut góðs af því að það þurfti aðeins leik til að komast bæði í gegnum undanúrslitin og tryggja sér spænska titilinn. ¡¡ si ha sido el mejor momento del año!! @ilpupazzo33 @LucaVildoza = CAMPEONES #BaskoniaTxapeldun pic.twitter.com/lv2P5S7XgI— Saski Baskonia (@Baskonia) July 30, 2020 Nú er komið að Baskonia liðinu að standa undir nafni sem spænsku meistararnir í Ofurbikarnum. Barcelona og Real Madrid eru nefnilega bæði með í Ofurbikarnum í ár, Real sem bikarmeistari og sigurvegari Ofurbikarsins í fyrra og Barcelona sem silfurliðið á síðasta tímabili. Baskonia mætir einmitt liði Barcelona, sem Baskonia vann naumlega í úrslitaleiknum. Real Madrid spilar við heimamenn. Stöð 2 Sport 2 sýnir undanúrslitaleik Baskonia og Barcelona klukkan 16.30 á morgun og undanúrslitaleik Tenerife og Real Madrid klukkan 19.30. Úrslitaleikurinn er síðan á milli sigurvegara liðanna klukkan 16.30 á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn. Spænski körfuboltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira
Spænski körfuboltinn er kominn í íslenskt sjónvarp í fyrsta sinn og fyrstu beinu útsendingarnar verða um helgina þegar fer fram Ofurbikarinn á Spáni. Baskonia vann óvænt spænska meistaratitilinn í körfubolta í sumar en nú er komið að liðinu að standast ásókn stórliða Barca og Real í Ofurbikarnum. Spænski Ofurbikarinn í körfubolta er tveggja daga keppni þar sem taka þátt fjögur lið. Undanúrslitin eru á laugardegi og úrslitaleikurinn er síðan á sunnudeginum. Liðin sem fá þátttökurétt eru spænsku meistararnir, spænsku bikarmeistararnir, silfurlið síðasta tímabils og svo gestgjafarnir sem eru að þessu sinni frá Iberostar Tenerife frá Kanaríeyjum. ¡La #SupercopaEndesa Tenerife 2020 ya tiene horarios! Sábado 12 de septiembre 18:30 (17:30 hora insular) TD Systems @Baskonia - @FCBbasket 21:30 (20:30 h.i.) Iberostar Tenerife @CB1939Canarias - @RMBaloncesto Domingo 13 sept. 18:30 (17:30 h.i) Final pic.twitter.com/MxfqUWid7t— Liga Endesa (@ACBCOM) August 14, 2020 Risarnir í Barcelona og Real Madrid tókst ekki að landa spænska meistaratitlinum á síðasta tímabili þrátt fyrir að vera í efstu tveimur sætum deildarinnar þegar keppni var hætt. Baskonia liðið var aftur á móti aðeins í áttunda sætinu þegar þurft að gera hlé vegna kórónuveirunnar en átti frábæra úrslitakeppni um mitt sumar. Baskonia tapaði reyndar fyrir Barcelona með sex stigum í riðlakeppni úrslitanna en nýtti sér annað tækifæri í úrslitaleiknum sem Baskonia vann 69-67. Baskonia naut góðs af því að það þurfti aðeins leik til að komast bæði í gegnum undanúrslitin og tryggja sér spænska titilinn. ¡¡ si ha sido el mejor momento del año!! @ilpupazzo33 @LucaVildoza = CAMPEONES #BaskoniaTxapeldun pic.twitter.com/lv2P5S7XgI— Saski Baskonia (@Baskonia) July 30, 2020 Nú er komið að Baskonia liðinu að standa undir nafni sem spænsku meistararnir í Ofurbikarnum. Barcelona og Real Madrid eru nefnilega bæði með í Ofurbikarnum í ár, Real sem bikarmeistari og sigurvegari Ofurbikarsins í fyrra og Barcelona sem silfurliðið á síðasta tímabili. Baskonia mætir einmitt liði Barcelona, sem Baskonia vann naumlega í úrslitaleiknum. Real Madrid spilar við heimamenn. Stöð 2 Sport 2 sýnir undanúrslitaleik Baskonia og Barcelona klukkan 16.30 á morgun og undanúrslitaleik Tenerife og Real Madrid klukkan 19.30. Úrslitaleikurinn er síðan á milli sigurvegara liðanna klukkan 16.30 á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn.
Spænski körfuboltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira