Golf

Guðrún Brá spilaði betur en Ólafía Þórunn í Sviss

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir sést hér á Íslandsmótinu á dögunum sem hún vann eftir góðan lokahring.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir sést hér á Íslandsmótinu á dögunum sem hún vann eftir góðan lokahring. Mynd/GSÍmyndir/SETH

Keiliskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir og GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafa lokið fyrsta hringnum á VP Bank Swiss Ladies Open mótinu á evrópsku mótaröðinni. Mótið fer fram í Golfpark Holzhäusern við Zugervatn í Sviss.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í 55. sæti eftir að hafa klárað á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Guðrún Brá er þó bara þremur höggum frá þriðja sætinu en efst er Svisslendingurinn Kim Metraux á sex höggum undir pari.

Guðrún Brá lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari eftir tvo skolla en byrjaði síðan seinni níu á tveimur fuglum eða á þeirri tíundu og þeirri elleftu.

Það voru einu fuglar dagsins hjá Guðrúnu sem tapaði höggi á tólftu en paraði síðan sex síðustu holur hringsins.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 70. sæti eftir að hafa klárað á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari.

Ólafía Þórunn fékk fleiri fugla en Guðrún Brá eða þrjá á móti tveimur en Ólafía fékk aftur á móti tvo fleiri skolla en Guðrún. Ólafía Þórunn fékk alls fimm skolla á hringnum þar af á þremur holum í röð á fyrri níu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.