Golf

Guðrún Brá spilaði betur en Ólafía Þórunn í Sviss

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir sést hér á Íslandsmótinu á dögunum sem hún vann eftir góðan lokahring.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir sést hér á Íslandsmótinu á dögunum sem hún vann eftir góðan lokahring. Mynd/GSÍmyndir/SETH

Keiliskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir og GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafa lokið fyrsta hringnum á VP Bank Swiss Ladies Open mótinu á evrópsku mótaröðinni. Mótið fer fram í Golfpark Holzhäusern við Zugervatn í Sviss.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í 55. sæti eftir að hafa klárað á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Guðrún Brá er þó bara þremur höggum frá þriðja sætinu en efst er Svisslendingurinn Kim Metraux á sex höggum undir pari.

Guðrún Brá lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari eftir tvo skolla en byrjaði síðan seinni níu á tveimur fuglum eða á þeirri tíundu og þeirri elleftu.

Það voru einu fuglar dagsins hjá Guðrúnu sem tapaði höggi á tólftu en paraði síðan sex síðustu holur hringsins.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 70. sæti eftir að hafa klárað á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari.

Ólafía Þórunn fékk fleiri fugla en Guðrún Brá eða þrjá á móti tveimur en Ólafía fékk aftur á móti tvo fleiri skolla en Guðrún. Ólafía Þórunn fékk alls fimm skolla á hringnum þar af á þremur holum í röð á fyrri níu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.