Telja lán með breytilegum vöxtum ólögleg Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 20:40 Stóru bankanir þrír hafa fengið kröfubréf frá Neytendasamtökunum þar sem skorað er á þá að breyta skilmálum lána með breytilega vexti. Vísir Neytendasamtökin hafa krafið stóru bankana þrjá um að þeir breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Samkvæmt lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu standast skilmálar og framkvæmd slíkra lána ekki lög. Kröfuna á hendur Arion banka, Landsbaka og Íslandsbanka lögðu Neytendasamtökin fram eftir að hafa lagst í skoðun á vaxtaútreikningi íbúðalána með breytilegum vöxtum í vetur. Töldu samtökin að vaxtabreytingar hefðu hvorki fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans né vaxtaþróun á markaði, og grundvöllur breytinganna væri illskiljanlegur í huga fyrir neytendur margra félagsmanna samtakanna. Greining á vegum samtakanna leiddi í ljós að vaxtaálag bankanna hefði aukist á undanförnum misserum. Lögfræðiálit sem samtökin fengu sagði að framkvæmd bankanna er varðar vaxtabreytingar á lánum með breytilega vexti uppfylli í mörgum tilvikum ekki þær kröfur sem gera verður um gagnsæi. Staðlaðir skilmálar lána til neytenda voru oft ekki talin standast lögmætar kröfur um upplýsingagjöf og skýrleika sem leiddi af sér mikið ójafnvægi í samningssambandi neytanda og bankanna. Þá kom fram að bankarnir hefðu ekki lækkað vexti í samræmi við eigin ákvæði í lánasamningum, til dæmis í samræmi við þróun stýrivaxta Seðlabankans. „Þó[tt] fjárhæðirnar séu ekki alltaf háar fyrir hvern og einn lántaka, eru þetta verulegar upphæðir séu þær lagðar saman,“ segir í tilkynningu frá Neytendasamtökunum. Því sendu samtökin bönkunum þremur kröfubréf með alvarlegum athugasemdum og skoruðu á þá að lagfæra skilmála og framkvæmda vaxtabreytinga þannig að grundvöllur þeirra verði skýr, aðgengilegur og hlutlægur. Einnig skora samtökin á bankana að leiðrétta hlut neytenda sem hallað hafi á með ákvörðunum um vaxtabreytingar. Gáfu samtökin bönkunum frest til 24. september til að bregðast við kröfunum. Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Neytendasamtökin hafa krafið stóru bankana þrjá um að þeir breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Samkvæmt lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu standast skilmálar og framkvæmd slíkra lána ekki lög. Kröfuna á hendur Arion banka, Landsbaka og Íslandsbanka lögðu Neytendasamtökin fram eftir að hafa lagst í skoðun á vaxtaútreikningi íbúðalána með breytilegum vöxtum í vetur. Töldu samtökin að vaxtabreytingar hefðu hvorki fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans né vaxtaþróun á markaði, og grundvöllur breytinganna væri illskiljanlegur í huga fyrir neytendur margra félagsmanna samtakanna. Greining á vegum samtakanna leiddi í ljós að vaxtaálag bankanna hefði aukist á undanförnum misserum. Lögfræðiálit sem samtökin fengu sagði að framkvæmd bankanna er varðar vaxtabreytingar á lánum með breytilega vexti uppfylli í mörgum tilvikum ekki þær kröfur sem gera verður um gagnsæi. Staðlaðir skilmálar lána til neytenda voru oft ekki talin standast lögmætar kröfur um upplýsingagjöf og skýrleika sem leiddi af sér mikið ójafnvægi í samningssambandi neytanda og bankanna. Þá kom fram að bankarnir hefðu ekki lækkað vexti í samræmi við eigin ákvæði í lánasamningum, til dæmis í samræmi við þróun stýrivaxta Seðlabankans. „Þó[tt] fjárhæðirnar séu ekki alltaf háar fyrir hvern og einn lántaka, eru þetta verulegar upphæðir séu þær lagðar saman,“ segir í tilkynningu frá Neytendasamtökunum. Því sendu samtökin bönkunum þremur kröfubréf með alvarlegum athugasemdum og skoruðu á þá að lagfæra skilmála og framkvæmda vaxtabreytinga þannig að grundvöllur þeirra verði skýr, aðgengilegur og hlutlægur. Einnig skora samtökin á bankana að leiðrétta hlut neytenda sem hallað hafi á með ákvörðunum um vaxtabreytingar. Gáfu samtökin bönkunum frest til 24. september til að bregðast við kröfunum.
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent