Telja lán með breytilegum vöxtum ólögleg Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 20:40 Stóru bankanir þrír hafa fengið kröfubréf frá Neytendasamtökunum þar sem skorað er á þá að breyta skilmálum lána með breytilega vexti. Vísir Neytendasamtökin hafa krafið stóru bankana þrjá um að þeir breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Samkvæmt lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu standast skilmálar og framkvæmd slíkra lána ekki lög. Kröfuna á hendur Arion banka, Landsbaka og Íslandsbanka lögðu Neytendasamtökin fram eftir að hafa lagst í skoðun á vaxtaútreikningi íbúðalána með breytilegum vöxtum í vetur. Töldu samtökin að vaxtabreytingar hefðu hvorki fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans né vaxtaþróun á markaði, og grundvöllur breytinganna væri illskiljanlegur í huga fyrir neytendur margra félagsmanna samtakanna. Greining á vegum samtakanna leiddi í ljós að vaxtaálag bankanna hefði aukist á undanförnum misserum. Lögfræðiálit sem samtökin fengu sagði að framkvæmd bankanna er varðar vaxtabreytingar á lánum með breytilega vexti uppfylli í mörgum tilvikum ekki þær kröfur sem gera verður um gagnsæi. Staðlaðir skilmálar lána til neytenda voru oft ekki talin standast lögmætar kröfur um upplýsingagjöf og skýrleika sem leiddi af sér mikið ójafnvægi í samningssambandi neytanda og bankanna. Þá kom fram að bankarnir hefðu ekki lækkað vexti í samræmi við eigin ákvæði í lánasamningum, til dæmis í samræmi við þróun stýrivaxta Seðlabankans. „Þó[tt] fjárhæðirnar séu ekki alltaf háar fyrir hvern og einn lántaka, eru þetta verulegar upphæðir séu þær lagðar saman,“ segir í tilkynningu frá Neytendasamtökunum. Því sendu samtökin bönkunum þremur kröfubréf með alvarlegum athugasemdum og skoruðu á þá að lagfæra skilmála og framkvæmda vaxtabreytinga þannig að grundvöllur þeirra verði skýr, aðgengilegur og hlutlægur. Einnig skora samtökin á bankana að leiðrétta hlut neytenda sem hallað hafi á með ákvörðunum um vaxtabreytingar. Gáfu samtökin bönkunum frest til 24. september til að bregðast við kröfunum. Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Neytendasamtökin hafa krafið stóru bankana þrjá um að þeir breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Samkvæmt lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu standast skilmálar og framkvæmd slíkra lána ekki lög. Kröfuna á hendur Arion banka, Landsbaka og Íslandsbanka lögðu Neytendasamtökin fram eftir að hafa lagst í skoðun á vaxtaútreikningi íbúðalána með breytilegum vöxtum í vetur. Töldu samtökin að vaxtabreytingar hefðu hvorki fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans né vaxtaþróun á markaði, og grundvöllur breytinganna væri illskiljanlegur í huga fyrir neytendur margra félagsmanna samtakanna. Greining á vegum samtakanna leiddi í ljós að vaxtaálag bankanna hefði aukist á undanförnum misserum. Lögfræðiálit sem samtökin fengu sagði að framkvæmd bankanna er varðar vaxtabreytingar á lánum með breytilega vexti uppfylli í mörgum tilvikum ekki þær kröfur sem gera verður um gagnsæi. Staðlaðir skilmálar lána til neytenda voru oft ekki talin standast lögmætar kröfur um upplýsingagjöf og skýrleika sem leiddi af sér mikið ójafnvægi í samningssambandi neytanda og bankanna. Þá kom fram að bankarnir hefðu ekki lækkað vexti í samræmi við eigin ákvæði í lánasamningum, til dæmis í samræmi við þróun stýrivaxta Seðlabankans. „Þó[tt] fjárhæðirnar séu ekki alltaf háar fyrir hvern og einn lántaka, eru þetta verulegar upphæðir séu þær lagðar saman,“ segir í tilkynningu frá Neytendasamtökunum. Því sendu samtökin bönkunum þremur kröfubréf með alvarlegum athugasemdum og skoruðu á þá að lagfæra skilmála og framkvæmda vaxtabreytinga þannig að grundvöllur þeirra verði skýr, aðgengilegur og hlutlægur. Einnig skora samtökin á bankana að leiðrétta hlut neytenda sem hallað hafi á með ákvörðunum um vaxtabreytingar. Gáfu samtökin bönkunum frest til 24. september til að bregðast við kröfunum.
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira