Innantóm loforð Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 3. september 2020 07:31 „Borgin skal rekin með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Skuldir skulu greiddar niður meðan efnahagsástandið er gott” Svona hljóðar byrjunin á sjötta kafla meirihlutasáttmála borgarstjórnar sem ber heitið Fjármál og rekstur. Borgarstjórn varpar því fram að rekstrarstaða borgarinnar sé traust og góð. Við ígrundun á ársreikningi borgarinnar og atferli meirihlutans á kjörtímabilinu kemur þó annað í ljós. Skattfé almennings leikvöllur fyrir borgarstjórn Núverandi meirihluti tók við á hápunkti tekjugóðæris – tíma sem hefði verið tilvalinn til að greiða niður skuldir og búa í haginn fyrir mögulegar niðursveiflur – eins og kveður á um í sáttmálanum. Aðgerðir borgarstjórnar gengu þvert á þann hluta undirritaðs sáttmála og stækkaði skuldabákn borgarinnar um rúmlega 25 milljarða árið 2018 og 21 milljarð á síðasta ári Núverandi borgarstjórn hélt partýinu gangandi og tók upp þráðinn þar sem fyrrverandi borgarstjórn skildi hann eftir – enda að mörgu leyti sömu flokkar sem að sitja við stjórnvölinn. Hvor tveggja nýttu skattfé borgarbúa í alls konar gæluverkefni á borð við Braggann og mathöllina við Hlemm, sem fóru samtals 458 milljónir umfram kostnaðaráætlun á kostnað grunnþjónustu. Skólar borgarinnar eru verulega fjársvelta og sumir hverjir þarfnast verulegs viðhalds. Hér hefðu borgaryfirvöld getað nýtt skattfé borgarbúa töluvert betur. Partýið búið Ummerki efnahagslægðar tóku að gera vart við sig í upphafi síðasta árs, það óraði þó engan fyrir að hún yrði eins djúp og raun ber vitni. Nú er ljóst að hagkerfið er í niðursveiflu og botninum hefur ekki enn verið náð. Langflestir virðast vera búnir að átta sig á því að partýið er löngu búið en borgarstjórn þrjóskast við. Ríkissjóður hefur haldið vel á spilunum og séð til þess að rými til frekari skuldsetningar sé til staðar. Það sama getur hins vegar ekki verið sagt um Reykjavíkurborg. Í vor óskaði borgin, ásamt öðrum sveitarfélögum, eftir 50 milljarða króna óendurkræfum fjárstuðningi frá ríkinu vegna efnahagslegra áhrifa veirunnar skæðu. Þar að auki var óskað eftir jafnháu láni frá Seðlabankamum á hagkvæmustu kjörum sem völ er á með fimm til sjö afborgunarlausum árum í upphafi lánstímans. Einnig er gert ráð fyrir að þörf verði á viðbótarframlögum fyrir árið 2021. Í umsókn borgarstjórnar til Alþingis var látið í ljós að án stuðnings frá ríkinu stefndi í algjörlega ósjálfbæran rekstur til margra ára og að án hans gæti borgin ekki sinnt þeirri grunnþjónustu sem henni ber að sinna. Ósamræmi í aðgerðum Í byrjun sumars kynnti borgarstjórn svokallað Grænt Plan. Planið lítur til þrettán þátta og eru loftslagsmálin þar höfð að leiðarljósi. Planið var ekki kostnaðarmetið en gera má ráð fyrir að það kosti að minnsta kosti 100 milljarða. Eins og auga gefur leið þá er plan sem þetta skref í rétta átt. Þó er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að svo kostnaðarsöm aðgerð haldist ekki í hendur við fyrri yfirlýsingar borgarinnar um að fjármagn skorti til að halda uppi grunnþjónustu. Samkvæmt sex mánaða árshlutauppgjöri Reykjavíkurborgar stendur ekki til að hagræða í rekstri, skattar eru í lögleyfðu hámarki og samkvæmt minnisblaði Reykjavíkurborgar stendur lánveiting ekki til boða þar sem áætlað veltufé frá rekstri næstu ára stendur ekki undir afborgunum af lánum – borgarstjórn verður að átta sig á því að það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ekki það sama á borði og í orði Borgaryfirvöld hafa virt þann hlut meirihlutasáttmálans sem vitnað er í hér að ofan að vettugi. Borgin hefur verið rekin með mjög óábyrgum hætti og heldur áfram að safna skuldum. Sem stendur skuldar samstæða Reykjavíkurborgar yfir 150% af árstekjum sínum. Framundan er verulega brött brekka og því er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að forgangsraða í þágu grunnþjónustu. Borginni ber að sýna því skattfé sem að borgarbúar greiða meiri virðingu en svo að því sé sólundað af ábyrgðarleysi, á kostnað grunnþjónustu. Höfundur situr í stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Reykjavík Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Borgin skal rekin með ábyrgum og sjálfbærum hætti. Skuldir skulu greiddar niður meðan efnahagsástandið er gott” Svona hljóðar byrjunin á sjötta kafla meirihlutasáttmála borgarstjórnar sem ber heitið Fjármál og rekstur. Borgarstjórn varpar því fram að rekstrarstaða borgarinnar sé traust og góð. Við ígrundun á ársreikningi borgarinnar og atferli meirihlutans á kjörtímabilinu kemur þó annað í ljós. Skattfé almennings leikvöllur fyrir borgarstjórn Núverandi meirihluti tók við á hápunkti tekjugóðæris – tíma sem hefði verið tilvalinn til að greiða niður skuldir og búa í haginn fyrir mögulegar niðursveiflur – eins og kveður á um í sáttmálanum. Aðgerðir borgarstjórnar gengu þvert á þann hluta undirritaðs sáttmála og stækkaði skuldabákn borgarinnar um rúmlega 25 milljarða árið 2018 og 21 milljarð á síðasta ári Núverandi borgarstjórn hélt partýinu gangandi og tók upp þráðinn þar sem fyrrverandi borgarstjórn skildi hann eftir – enda að mörgu leyti sömu flokkar sem að sitja við stjórnvölinn. Hvor tveggja nýttu skattfé borgarbúa í alls konar gæluverkefni á borð við Braggann og mathöllina við Hlemm, sem fóru samtals 458 milljónir umfram kostnaðaráætlun á kostnað grunnþjónustu. Skólar borgarinnar eru verulega fjársvelta og sumir hverjir þarfnast verulegs viðhalds. Hér hefðu borgaryfirvöld getað nýtt skattfé borgarbúa töluvert betur. Partýið búið Ummerki efnahagslægðar tóku að gera vart við sig í upphafi síðasta árs, það óraði þó engan fyrir að hún yrði eins djúp og raun ber vitni. Nú er ljóst að hagkerfið er í niðursveiflu og botninum hefur ekki enn verið náð. Langflestir virðast vera búnir að átta sig á því að partýið er löngu búið en borgarstjórn þrjóskast við. Ríkissjóður hefur haldið vel á spilunum og séð til þess að rými til frekari skuldsetningar sé til staðar. Það sama getur hins vegar ekki verið sagt um Reykjavíkurborg. Í vor óskaði borgin, ásamt öðrum sveitarfélögum, eftir 50 milljarða króna óendurkræfum fjárstuðningi frá ríkinu vegna efnahagslegra áhrifa veirunnar skæðu. Þar að auki var óskað eftir jafnháu láni frá Seðlabankamum á hagkvæmustu kjörum sem völ er á með fimm til sjö afborgunarlausum árum í upphafi lánstímans. Einnig er gert ráð fyrir að þörf verði á viðbótarframlögum fyrir árið 2021. Í umsókn borgarstjórnar til Alþingis var látið í ljós að án stuðnings frá ríkinu stefndi í algjörlega ósjálfbæran rekstur til margra ára og að án hans gæti borgin ekki sinnt þeirri grunnþjónustu sem henni ber að sinna. Ósamræmi í aðgerðum Í byrjun sumars kynnti borgarstjórn svokallað Grænt Plan. Planið lítur til þrettán þátta og eru loftslagsmálin þar höfð að leiðarljósi. Planið var ekki kostnaðarmetið en gera má ráð fyrir að það kosti að minnsta kosti 100 milljarða. Eins og auga gefur leið þá er plan sem þetta skref í rétta átt. Þó er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að svo kostnaðarsöm aðgerð haldist ekki í hendur við fyrri yfirlýsingar borgarinnar um að fjármagn skorti til að halda uppi grunnþjónustu. Samkvæmt sex mánaða árshlutauppgjöri Reykjavíkurborgar stendur ekki til að hagræða í rekstri, skattar eru í lögleyfðu hámarki og samkvæmt minnisblaði Reykjavíkurborgar stendur lánveiting ekki til boða þar sem áætlað veltufé frá rekstri næstu ára stendur ekki undir afborgunum af lánum – borgarstjórn verður að átta sig á því að það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ekki það sama á borði og í orði Borgaryfirvöld hafa virt þann hlut meirihlutasáttmálans sem vitnað er í hér að ofan að vettugi. Borgin hefur verið rekin með mjög óábyrgum hætti og heldur áfram að safna skuldum. Sem stendur skuldar samstæða Reykjavíkurborgar yfir 150% af árstekjum sínum. Framundan er verulega brött brekka og því er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að forgangsraða í þágu grunnþjónustu. Borginni ber að sýna því skattfé sem að borgarbúar greiða meiri virðingu en svo að því sé sólundað af ábyrgðarleysi, á kostnað grunnþjónustu. Höfundur situr í stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar