Sögulegur samdráttur í landsframleiðslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 10:04 Aldrei hefur mælst meiri samdráttur hér á landi en á 2. ársfjórðungi þessa árs. Vísir/Vilhelm Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. Er þetta mesti samdráttur sem mælst hefur síðan ársfjórðungslegar mælingar hófust hér á landi að því er segir í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands. Á 1. ársfjórðungi dróst landsframleiðslan einnig sama, það er um 1,2% að raungildi frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Hagkerfið er því í kreppu sé miðað við þá þumalputtareglu sem Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, nefnir í grein á Vísindavefnum en þar segir „að ef þjóðarframleiðsla dregst saman að raunvirði tvo ársfjórðunga í röð sé hagkerfið í kreppu.“ Á vef Hagstofunnar í dag segir að í mælingum á landsframleiðslu á 2. ársfjórðungi nú gæti merkjanlegra áhrifa af heimsfaraldri kórónuveiru og þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að hefta útbreiðsluna hér á landi og á heimsvísu. „Takmarkanir á ferðalögum fólks á milli landa höfðu veruleg áhrif á bæði inn- og útflutning þjónustu á tímabilinu en í niðurstöðunum gætir einnig fjölþættra áhrifa samkomubanns á eftirspurn eftir vöru og þjónustu af ýmsu tagi hér á landi. Samkvæmt mælingum á vinnumagni, sem öllu jöfnu gefa sterka vísbendingu um framleitt magn vöru og þjónustu til endanlegra nota, dróst heildarfjöldi vinnustunda saman um 11,3% prósent á tímabilinu. Á 2. ársfjórðungi drógust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, saman um 7,1% borið saman við sama tímabil árið 2019. Samdráttur í einkaneyslu mældist 8,3%, vöxtur samneyslu mældist 3,0% en fjármunamyndun dróst saman um 18,7%. Umtalsverður samdráttur mældist í bæði inn- og útflutningi á 2. ársfjórðungi borið saman við sama tímabil fyrra árs. Útflutningur dróst saman um 38,8% en samdráttur í innflutningi mældist 34,8%. Vöru- og þjónustujöfnuður var neikvæður um 5,4 milljarða króna á tímabilinu. Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla dróst að raungildi saman um 9,1% milli 1. ársfjórðungs 2020 og 2. ársfjórðungs 2020,“ segir á vef Hagstofunnar. Þá segir jafnframt að þótt samdrátturinn nú sé mikill í sögulegu samhengi þá bendi fyrstu niðurstöður alþjóðlegs samanburðar til þess að samdrátturinn hafi víða verið umtalsvert meiri: „Á það sérstaklega við um ríki sem talin eru hafa farið verst út úr heimsfaraldri Covid-19 á síðustu mánuðum. Þannig mældist samdrátturinn innan Evrópusambandsins í heild 11,7% að raungildi á 2. ársfjórðungi miðað við fyrri fjórðung, 20,4% í Bretlandi, 18,5% á Spáni og 13,8% í Frakklandi. Á sama tímabili mældist 4,5% samdráttur í Finnlandi, 5,1% samdráttur í Noregi, 7,4% samdráttur í Danmörku og 8,3% samdráttur í Svíþjóð. Í öllum tilvikum er um að ræða fyrstu bráðabirgðatölur sem hagstofur viðkomandi ríkja hafa birt á undanförnum vikum og eru settar fram með fyrirvara um aukna óvissu í niðurstöðum.“ Tilkynningu Hagstofunnar í heild má nálgast hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. Er þetta mesti samdráttur sem mælst hefur síðan ársfjórðungslegar mælingar hófust hér á landi að því er segir í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands. Á 1. ársfjórðungi dróst landsframleiðslan einnig sama, það er um 1,2% að raungildi frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Hagkerfið er því í kreppu sé miðað við þá þumalputtareglu sem Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, nefnir í grein á Vísindavefnum en þar segir „að ef þjóðarframleiðsla dregst saman að raunvirði tvo ársfjórðunga í röð sé hagkerfið í kreppu.“ Á vef Hagstofunnar í dag segir að í mælingum á landsframleiðslu á 2. ársfjórðungi nú gæti merkjanlegra áhrifa af heimsfaraldri kórónuveiru og þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að hefta útbreiðsluna hér á landi og á heimsvísu. „Takmarkanir á ferðalögum fólks á milli landa höfðu veruleg áhrif á bæði inn- og útflutning þjónustu á tímabilinu en í niðurstöðunum gætir einnig fjölþættra áhrifa samkomubanns á eftirspurn eftir vöru og þjónustu af ýmsu tagi hér á landi. Samkvæmt mælingum á vinnumagni, sem öllu jöfnu gefa sterka vísbendingu um framleitt magn vöru og þjónustu til endanlegra nota, dróst heildarfjöldi vinnustunda saman um 11,3% prósent á tímabilinu. Á 2. ársfjórðungi drógust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, saman um 7,1% borið saman við sama tímabil árið 2019. Samdráttur í einkaneyslu mældist 8,3%, vöxtur samneyslu mældist 3,0% en fjármunamyndun dróst saman um 18,7%. Umtalsverður samdráttur mældist í bæði inn- og útflutningi á 2. ársfjórðungi borið saman við sama tímabil fyrra árs. Útflutningur dróst saman um 38,8% en samdráttur í innflutningi mældist 34,8%. Vöru- og þjónustujöfnuður var neikvæður um 5,4 milljarða króna á tímabilinu. Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla dróst að raungildi saman um 9,1% milli 1. ársfjórðungs 2020 og 2. ársfjórðungs 2020,“ segir á vef Hagstofunnar. Þá segir jafnframt að þótt samdrátturinn nú sé mikill í sögulegu samhengi þá bendi fyrstu niðurstöður alþjóðlegs samanburðar til þess að samdrátturinn hafi víða verið umtalsvert meiri: „Á það sérstaklega við um ríki sem talin eru hafa farið verst út úr heimsfaraldri Covid-19 á síðustu mánuðum. Þannig mældist samdrátturinn innan Evrópusambandsins í heild 11,7% að raungildi á 2. ársfjórðungi miðað við fyrri fjórðung, 20,4% í Bretlandi, 18,5% á Spáni og 13,8% í Frakklandi. Á sama tímabili mældist 4,5% samdráttur í Finnlandi, 5,1% samdráttur í Noregi, 7,4% samdráttur í Danmörku og 8,3% samdráttur í Svíþjóð. Í öllum tilvikum er um að ræða fyrstu bráðabirgðatölur sem hagstofur viðkomandi ríkja hafa birt á undanförnum vikum og eru settar fram með fyrirvara um aukna óvissu í niðurstöðum.“ Tilkynningu Hagstofunnar í heild má nálgast hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira