Sögulegur samdráttur í landsframleiðslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 10:04 Aldrei hefur mælst meiri samdráttur hér á landi en á 2. ársfjórðungi þessa árs. Vísir/Vilhelm Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. Er þetta mesti samdráttur sem mælst hefur síðan ársfjórðungslegar mælingar hófust hér á landi að því er segir í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands. Á 1. ársfjórðungi dróst landsframleiðslan einnig sama, það er um 1,2% að raungildi frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Hagkerfið er því í kreppu sé miðað við þá þumalputtareglu sem Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, nefnir í grein á Vísindavefnum en þar segir „að ef þjóðarframleiðsla dregst saman að raunvirði tvo ársfjórðunga í röð sé hagkerfið í kreppu.“ Á vef Hagstofunnar í dag segir að í mælingum á landsframleiðslu á 2. ársfjórðungi nú gæti merkjanlegra áhrifa af heimsfaraldri kórónuveiru og þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að hefta útbreiðsluna hér á landi og á heimsvísu. „Takmarkanir á ferðalögum fólks á milli landa höfðu veruleg áhrif á bæði inn- og útflutning þjónustu á tímabilinu en í niðurstöðunum gætir einnig fjölþættra áhrifa samkomubanns á eftirspurn eftir vöru og þjónustu af ýmsu tagi hér á landi. Samkvæmt mælingum á vinnumagni, sem öllu jöfnu gefa sterka vísbendingu um framleitt magn vöru og þjónustu til endanlegra nota, dróst heildarfjöldi vinnustunda saman um 11,3% prósent á tímabilinu. Á 2. ársfjórðungi drógust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, saman um 7,1% borið saman við sama tímabil árið 2019. Samdráttur í einkaneyslu mældist 8,3%, vöxtur samneyslu mældist 3,0% en fjármunamyndun dróst saman um 18,7%. Umtalsverður samdráttur mældist í bæði inn- og útflutningi á 2. ársfjórðungi borið saman við sama tímabil fyrra árs. Útflutningur dróst saman um 38,8% en samdráttur í innflutningi mældist 34,8%. Vöru- og þjónustujöfnuður var neikvæður um 5,4 milljarða króna á tímabilinu. Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla dróst að raungildi saman um 9,1% milli 1. ársfjórðungs 2020 og 2. ársfjórðungs 2020,“ segir á vef Hagstofunnar. Þá segir jafnframt að þótt samdrátturinn nú sé mikill í sögulegu samhengi þá bendi fyrstu niðurstöður alþjóðlegs samanburðar til þess að samdrátturinn hafi víða verið umtalsvert meiri: „Á það sérstaklega við um ríki sem talin eru hafa farið verst út úr heimsfaraldri Covid-19 á síðustu mánuðum. Þannig mældist samdrátturinn innan Evrópusambandsins í heild 11,7% að raungildi á 2. ársfjórðungi miðað við fyrri fjórðung, 20,4% í Bretlandi, 18,5% á Spáni og 13,8% í Frakklandi. Á sama tímabili mældist 4,5% samdráttur í Finnlandi, 5,1% samdráttur í Noregi, 7,4% samdráttur í Danmörku og 8,3% samdráttur í Svíþjóð. Í öllum tilvikum er um að ræða fyrstu bráðabirgðatölur sem hagstofur viðkomandi ríkja hafa birt á undanförnum vikum og eru settar fram með fyrirvara um aukna óvissu í niðurstöðum.“ Tilkynningu Hagstofunnar í heild má nálgast hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. Er þetta mesti samdráttur sem mælst hefur síðan ársfjórðungslegar mælingar hófust hér á landi að því er segir í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands. Á 1. ársfjórðungi dróst landsframleiðslan einnig sama, það er um 1,2% að raungildi frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Hagkerfið er því í kreppu sé miðað við þá þumalputtareglu sem Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, nefnir í grein á Vísindavefnum en þar segir „að ef þjóðarframleiðsla dregst saman að raunvirði tvo ársfjórðunga í röð sé hagkerfið í kreppu.“ Á vef Hagstofunnar í dag segir að í mælingum á landsframleiðslu á 2. ársfjórðungi nú gæti merkjanlegra áhrifa af heimsfaraldri kórónuveiru og þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að hefta útbreiðsluna hér á landi og á heimsvísu. „Takmarkanir á ferðalögum fólks á milli landa höfðu veruleg áhrif á bæði inn- og útflutning þjónustu á tímabilinu en í niðurstöðunum gætir einnig fjölþættra áhrifa samkomubanns á eftirspurn eftir vöru og þjónustu af ýmsu tagi hér á landi. Samkvæmt mælingum á vinnumagni, sem öllu jöfnu gefa sterka vísbendingu um framleitt magn vöru og þjónustu til endanlegra nota, dróst heildarfjöldi vinnustunda saman um 11,3% prósent á tímabilinu. Á 2. ársfjórðungi drógust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, saman um 7,1% borið saman við sama tímabil árið 2019. Samdráttur í einkaneyslu mældist 8,3%, vöxtur samneyslu mældist 3,0% en fjármunamyndun dróst saman um 18,7%. Umtalsverður samdráttur mældist í bæði inn- og útflutningi á 2. ársfjórðungi borið saman við sama tímabil fyrra árs. Útflutningur dróst saman um 38,8% en samdráttur í innflutningi mældist 34,8%. Vöru- og þjónustujöfnuður var neikvæður um 5,4 milljarða króna á tímabilinu. Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla dróst að raungildi saman um 9,1% milli 1. ársfjórðungs 2020 og 2. ársfjórðungs 2020,“ segir á vef Hagstofunnar. Þá segir jafnframt að þótt samdrátturinn nú sé mikill í sögulegu samhengi þá bendi fyrstu niðurstöður alþjóðlegs samanburðar til þess að samdrátturinn hafi víða verið umtalsvert meiri: „Á það sérstaklega við um ríki sem talin eru hafa farið verst út úr heimsfaraldri Covid-19 á síðustu mánuðum. Þannig mældist samdrátturinn innan Evrópusambandsins í heild 11,7% að raungildi á 2. ársfjórðungi miðað við fyrri fjórðung, 20,4% í Bretlandi, 18,5% á Spáni og 13,8% í Frakklandi. Á sama tímabili mældist 4,5% samdráttur í Finnlandi, 5,1% samdráttur í Noregi, 7,4% samdráttur í Danmörku og 8,3% samdráttur í Svíþjóð. Í öllum tilvikum er um að ræða fyrstu bráðabirgðatölur sem hagstofur viðkomandi ríkja hafa birt á undanförnum vikum og eru settar fram með fyrirvara um aukna óvissu í niðurstöðum.“ Tilkynningu Hagstofunnar í heild má nálgast hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira