Fólk verði að vera meðvitað um þyngri greiðslubyrði ef vextir hækka Sylvía Hall skrifar 28. ágúst 2020 14:41 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Íslandsbanki Bankastjóri Íslandsbanka segir að lántakar þurfi að vera meðvitaðir um að vextir geti hækkað aftur, með tilheyrandi áhrifum á greiðslubyrði. Ef svo færi þyrfti fólk að vera með ákveðið svigrúm í heimilisbókhaldinu til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Birna Einarsdóttir bankastjóri var í viðtali í Bítinu í morgun. Þar sagðist hún vissulega hafa áhyggjur af því að greiðslur af óverðtryggðum lánum geti hækkað verulega verði stýrivextir hækkaðir. Færst hefur í aukana að fólk taki óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri Seðlabankans, benti á það í viðtali við Morgunblaðið að afborganir gætu hækkað verulega. Allt að 50 prósent samkvæmt útreikningum blaðsins. „Núna er vaxtarstigið með þessum hætti og við sjáum það að 50 prósent af þeim lánum sem við erum að veita núna eru óverðtryggð. Það gæti náttúrulega gerst að vextir hækki aftur, við höfum alveg séð það í sögulegu samhengi,“ sagði Birna. Hún sagði fólk þurfa að hafa það í huga að vextirnir gætu hækkað aftur. „Auðvitað er freistandi að taka stærri lán í dag því vextir eru svo lágir, en það þarf að hafa það í huga að vextir geta farið upp aftur. Til þess að þú getir staðið við þínar skuldbindingar þá þarf að vera svolítið svigrúm til viðbótar við það sem þú ert að greiða í dag.“ Hún sagði hærri vexti einnig hafa áhrif á verðtryggð lán en það gerðist þó hægar en í tilfelli óverðtryggðra. Meiri stöðugleiki væri að þessu leyti í verðtryggðum lánum en það væru þó ánægjuefni að fleiri væru að taka óverðtryggð lán. Hún telur þó fólk vera skynsamt í þessum efnum. „Það er búið að vera mikið um endurfjármagnanir og það er mjög mikið að gerast á fasteignamarkaði – það er mikil aukning. Mér finnst ekki hægt að segja að allir séu að fara bratt. Mér finnst allir fara með eigið fé í því sem þeir eru að gera og passa sig.“ Bítið Efnahagsmál Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka segir að lántakar þurfi að vera meðvitaðir um að vextir geti hækkað aftur, með tilheyrandi áhrifum á greiðslubyrði. Ef svo færi þyrfti fólk að vera með ákveðið svigrúm í heimilisbókhaldinu til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Birna Einarsdóttir bankastjóri var í viðtali í Bítinu í morgun. Þar sagðist hún vissulega hafa áhyggjur af því að greiðslur af óverðtryggðum lánum geti hækkað verulega verði stýrivextir hækkaðir. Færst hefur í aukana að fólk taki óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri Seðlabankans, benti á það í viðtali við Morgunblaðið að afborganir gætu hækkað verulega. Allt að 50 prósent samkvæmt útreikningum blaðsins. „Núna er vaxtarstigið með þessum hætti og við sjáum það að 50 prósent af þeim lánum sem við erum að veita núna eru óverðtryggð. Það gæti náttúrulega gerst að vextir hækki aftur, við höfum alveg séð það í sögulegu samhengi,“ sagði Birna. Hún sagði fólk þurfa að hafa það í huga að vextirnir gætu hækkað aftur. „Auðvitað er freistandi að taka stærri lán í dag því vextir eru svo lágir, en það þarf að hafa það í huga að vextir geta farið upp aftur. Til þess að þú getir staðið við þínar skuldbindingar þá þarf að vera svolítið svigrúm til viðbótar við það sem þú ert að greiða í dag.“ Hún sagði hærri vexti einnig hafa áhrif á verðtryggð lán en það gerðist þó hægar en í tilfelli óverðtryggðra. Meiri stöðugleiki væri að þessu leyti í verðtryggðum lánum en það væru þó ánægjuefni að fleiri væru að taka óverðtryggð lán. Hún telur þó fólk vera skynsamt í þessum efnum. „Það er búið að vera mikið um endurfjármagnanir og það er mjög mikið að gerast á fasteignamarkaði – það er mikil aukning. Mér finnst ekki hægt að segja að allir séu að fara bratt. Mér finnst allir fara með eigið fé í því sem þeir eru að gera og passa sig.“
Bítið Efnahagsmál Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira