Rekstarniðurstaðan neikvæð um rúma 4,5 milljarða Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2020 13:30 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft þau áhrif að tekjur hafa dregist saman en útgjöld aukist, segir í tilkynningu frá borginni. Vísir/Vilhelm Rekstrarniðurstaða A-hluta árshlutareiknings Reykjavíkurborgar var neikvæð um 3,1 milljarða króna, en sex mánaða árshlutareikningur Reykjavíkurborgar var afgreiddur í borgarráði í dag. Í tilkynningu frá borginni segir að rekstrarniðurstaðan skýrist einkum af lægri skatttekjum og lægri tekjum af sölu byggingarréttar en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „Aðstæður sem skapast hafa vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafa leitt til þess að afkoma A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar verður lakari en fjárhagsáætlun 2020 gerði ráð fyrir. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft þau áhrif að tekjur hafa dregist saman en útgjöld aukist,“ segir í tilkynningunni. Rekstrarniðurstaðan samstæðunnar neikvæð um 4,5 milljarða Ennfremur segir að rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, hafi verið neikvæð um 4,5 milljarða króna, en áætlanir hafi gert ráð fyrir talsvert betri afkomu. Má rekja lakari rekstrarniðurstöðu samstæðunnar einkum til áhrifa lækkaðs álverðs og gjaldfærslu gengismunar vegna veikingar krónunnar frá áramótum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. „Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 724.530 milljónir króna en heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 378.064 milljónir króna. Eigið fé var 346.466 milljónir króna. Þar af var hlutdeild meðeigenda 18.859 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er nú 47,8% en var 49,9% um síðustu áramót,“ segir í tilkynningunni. Tekjusamdréttur og minni umsvif Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að borgin sjái nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. „Þyngst vegur tekjusamdráttur vegna atvinnuleysis og minni umsvifa í efnahagslífinu. Áberandi tekjufall er einnig hjá Strætó og Faxaflóahöfnum. Hins vegar hafa aukin útgjöld fylgt viðbrögðum við Covid-19. Rekstur málaflokka hefur að öðru leyti gengið vel. Niðurstöðurnar eru í ágætu samræmi við sviðsmyndir og spár fjármálasviðs borgarinnar frá því í vor og undirstrika að standa þarf með sveitarfélögum við núverandi aðstæður enda bera þau uppi lykil grunnþjónustu í samfélaginu,“ er haft eftir Degi. Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Rekstrarniðurstaða A-hluta árshlutareiknings Reykjavíkurborgar var neikvæð um 3,1 milljarða króna, en sex mánaða árshlutareikningur Reykjavíkurborgar var afgreiddur í borgarráði í dag. Í tilkynningu frá borginni segir að rekstrarniðurstaðan skýrist einkum af lægri skatttekjum og lægri tekjum af sölu byggingarréttar en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „Aðstæður sem skapast hafa vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafa leitt til þess að afkoma A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar verður lakari en fjárhagsáætlun 2020 gerði ráð fyrir. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft þau áhrif að tekjur hafa dregist saman en útgjöld aukist,“ segir í tilkynningunni. Rekstrarniðurstaðan samstæðunnar neikvæð um 4,5 milljarða Ennfremur segir að rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, hafi verið neikvæð um 4,5 milljarða króna, en áætlanir hafi gert ráð fyrir talsvert betri afkomu. Má rekja lakari rekstrarniðurstöðu samstæðunnar einkum til áhrifa lækkaðs álverðs og gjaldfærslu gengismunar vegna veikingar krónunnar frá áramótum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. „Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 724.530 milljónir króna en heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 378.064 milljónir króna. Eigið fé var 346.466 milljónir króna. Þar af var hlutdeild meðeigenda 18.859 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er nú 47,8% en var 49,9% um síðustu áramót,“ segir í tilkynningunni. Tekjusamdréttur og minni umsvif Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að borgin sjái nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. „Þyngst vegur tekjusamdráttur vegna atvinnuleysis og minni umsvifa í efnahagslífinu. Áberandi tekjufall er einnig hjá Strætó og Faxaflóahöfnum. Hins vegar hafa aukin útgjöld fylgt viðbrögðum við Covid-19. Rekstur málaflokka hefur að öðru leyti gengið vel. Niðurstöðurnar eru í ágætu samræmi við sviðsmyndir og spár fjármálasviðs borgarinnar frá því í vor og undirstrika að standa þarf með sveitarfélögum við núverandi aðstæður enda bera þau uppi lykil grunnþjónustu í samfélaginu,“ er haft eftir Degi.
Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira