Viðskipti innlent

IKEA kveður pappírs­út­gáfuna

Atli Ísleifsson skrifar
Margir bíða á ári hverju spenntir eftir hinum árlega IKEA-bæklingi. Hann mun ekki skila sér inn um lúguna hjá fólki að þessu sinni.
Margir bíða á ári hverju spenntir eftir hinum árlega IKEA-bæklingi. Hann mun ekki skila sér inn um lúguna hjá fólki að þessu sinni. IKEA

IKEA-vörulistinn – IKEA-bæklingurinn – kemur einungis út á rafrænu formi að þessu sinni og munu landsmenn því ekki þurfa að bíða eftir að fá pappírsútgáfuna inn um lúguna.

Frá þessu segir í tilkynningu frá IKEA á Íslandi, en útgáfa vörulistans er sagður marka upphaf nýs rekstrarárs.

Þar segir að vörulistinn sé í senn bæði hefðbundinn og óvenjulegur að þessu sinni. „Efnislega er hann með svipuðu sniði og undanfarin ár en nýlundan er að hann verður eingöngu gefinn út á rafrænu formi. Fyrir því eru ýmsar ástæður, sem eru einnig tækifæri til að gera þessa tilraun sem kemur síðar í ljós hvort verði breyting til framtíðar.“

Umhverfisþátturinn spilar inn í

Umhverfisþátturinn er einnig sagður spila inn í, en vörulisti IKEA hafi í mörg ár verið stærsta prentverkefni í heimi og stærsta póstdreifing á Íslandi á ári hverju.

„Vörulistinn á hóp dyggra aðdáenda sem munu eflaust syrgja það að geta ekki flett honum á hefðbundinn hátt en rafræn útgáfa býður upp á ýmsa snjalla virkni sem sá prentaði gerir ekki,“ segir í tilkynningunni, en vörulistinn verður aðgengilegur á vef fyrirtækisins næstkomandi fimmtudag.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.