Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2020 12:30 Leikmenn skulu forðast snertingu en svona þökkuðu Eyjamenn og Selfyssingar hver öðrum eftir leik um helgina. skjáskot/Selfoss TV Til að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju, þrátt fyrir almennar sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins, hafa verið útbúnar sérstakar sóttvarnareglur fyrir mismunandi íþróttagreinar. Misvel gengur að fylgja þeim eftir. Þannig virtust sum lið ekki meðvituð um, eða hreinlega hundsa, reglu um að forðast samgang og heilsast ekki með snertingu eftir leiki á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi. Þó að leikmenn megi eftir sem áður spila handbolta með öllum þeim faðmlögum og snertingum sem því fylgja eru nýju reglurnar skýrar um að slíkt er ekki í boði eftir að leik lýkur. Í reglum sem stjórn HSÍ samþykkti fyrr í þessum mánuði, og samþykktar voru af ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöldum, segir meðal annars: Úr reglum HSÍ og KKÍ um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19 „Eftir leik skulu liðin yfirgefa íþróttahúsið fljótt og örugglega í sitthvoru lagi og forðast samgang. Leikmenn liða skulu hvorki heilsast fyrir eða eftir leiki með snertingu. Leikmenn skulu ekki snertast í leik að nauðsynjalausu.“ Í flestum ef ekki öllum leikjum á Ragnarsmótinu mátti sjá samherja fagna í leikslok með spaðafimmum og faðmlögum. Slíkt hefur einnig sést í knattspyrnuleikjum hér á landi, þvert á reglur KSÍ. Í lok sumra leikja á Ragnarsmótinu mátti hins vegar líka sjá ekki bara samherja heldur andstæðinga fallast í faðma, eða slá saman lófum, jafnvel þannig að gengið var á röðina. Leikmenn Stjörnunnar og Aftureldingar féllust í faðma eftir leik.skjáskot/Selfoss TV Reyndar virðist hafa gengið mun betur að fylgja reglunum í kvennaflokki á mótinu, þar sem andstæðingar létu nægja að klappa hver til annars úr góðri fjarlægð, og þannig var það einnig í mörgum karlaleikjanna. Það virðist alltaf hafa verið gott bil á milli liða á Ragnarsmóti kvenna þegar þau þökkuðu andstæðingum eftir leik.skjáskot/Selfoss TV Olís-deild karla Olís-deild kvenna Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Haukarnir unnu gamla þjálfara sinn í úrslitaleiknum Haukaliðin unnu tvöfaldan sigur á Ragnarsmótinu í handbolta um helgina en það styttist óðum í Olís deildirnar. 24. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira
Til að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju, þrátt fyrir almennar sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins, hafa verið útbúnar sérstakar sóttvarnareglur fyrir mismunandi íþróttagreinar. Misvel gengur að fylgja þeim eftir. Þannig virtust sum lið ekki meðvituð um, eða hreinlega hundsa, reglu um að forðast samgang og heilsast ekki með snertingu eftir leiki á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi. Þó að leikmenn megi eftir sem áður spila handbolta með öllum þeim faðmlögum og snertingum sem því fylgja eru nýju reglurnar skýrar um að slíkt er ekki í boði eftir að leik lýkur. Í reglum sem stjórn HSÍ samþykkti fyrr í þessum mánuði, og samþykktar voru af ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöldum, segir meðal annars: Úr reglum HSÍ og KKÍ um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19 „Eftir leik skulu liðin yfirgefa íþróttahúsið fljótt og örugglega í sitthvoru lagi og forðast samgang. Leikmenn liða skulu hvorki heilsast fyrir eða eftir leiki með snertingu. Leikmenn skulu ekki snertast í leik að nauðsynjalausu.“ Í flestum ef ekki öllum leikjum á Ragnarsmótinu mátti sjá samherja fagna í leikslok með spaðafimmum og faðmlögum. Slíkt hefur einnig sést í knattspyrnuleikjum hér á landi, þvert á reglur KSÍ. Í lok sumra leikja á Ragnarsmótinu mátti hins vegar líka sjá ekki bara samherja heldur andstæðinga fallast í faðma, eða slá saman lófum, jafnvel þannig að gengið var á röðina. Leikmenn Stjörnunnar og Aftureldingar féllust í faðma eftir leik.skjáskot/Selfoss TV Reyndar virðist hafa gengið mun betur að fylgja reglunum í kvennaflokki á mótinu, þar sem andstæðingar létu nægja að klappa hver til annars úr góðri fjarlægð, og þannig var það einnig í mörgum karlaleikjanna. Það virðist alltaf hafa verið gott bil á milli liða á Ragnarsmóti kvenna þegar þau þökkuðu andstæðingum eftir leik.skjáskot/Selfoss TV
Úr reglum HSÍ og KKÍ um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19 „Eftir leik skulu liðin yfirgefa íþróttahúsið fljótt og örugglega í sitthvoru lagi og forðast samgang. Leikmenn liða skulu hvorki heilsast fyrir eða eftir leiki með snertingu. Leikmenn skulu ekki snertast í leik að nauðsynjalausu.“
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Haukarnir unnu gamla þjálfara sinn í úrslitaleiknum Haukaliðin unnu tvöfaldan sigur á Ragnarsmótinu í handbolta um helgina en það styttist óðum í Olís deildirnar. 24. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira
Haukarnir unnu gamla þjálfara sinn í úrslitaleiknum Haukaliðin unnu tvöfaldan sigur á Ragnarsmótinu í handbolta um helgina en það styttist óðum í Olís deildirnar. 24. ágúst 2020 11:00