Golf

Dustin Johnson vann Northern Trust mótið á næstlægsta skori í sögunni

Ísak Hallmundarson skrifar
Johnson með verðlaunagripinn.
Johnson með verðlaunagripinn. getty/Rob Carr

Dustin Johnson lék ótrúlegt golf og rúllaði upp Northern Trust mótinu sem fór fram um helgina.

Á mótinu sem er hluti af PGA var Johnson samanlagt á 30 höggum undir pari, eða 254 höggum á 72 holum. Lægsta skor á 72 holu PGA-móti er 253. Það met setti Justin Thomas árið 2017 en þá var hann 27 höggum undir pari þar sem völlurinn var par 70. Flest högg undir pari í sögunni á PGA-móti eru 31 högg undir pari, en þeim árangri náði Ernie Els árið 2003.

Johnson var langefstur og endaði með ellefu högga forskot á Harris English sem lék á 19 höggum undir pari. Daniel Berger var í þriðja sæti á 18 höggum undir pari.

Tiger Woods spilaði vel á lokahringnum í gær þegar hann lék á 66 höggum, fimm höggum undir pari. Hann lék samtals á sex höggum undir pari í mótinu og endaði í 58. sæti. Rory McIlroy náði sér ekki á strik í mótinu og endaði á tveimur höggum undir pari samtals í 65. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×