Körfubolti

Dominos Körfuboltakvöld: Útsending frá úrslitum NBA rofin fyrir handtöku OJ Simpson

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Einar Bollason og Heimir Karlsson í Körfuboltakvöldi í gær
Einar Bollason og Heimir Karlsson í Körfuboltakvöldi í gær vísir/skjáskot

Körfuboltakvöld Kjartans Atla Kjartanssonar var á dagskrá Stöðvar 2 Sport í gærkvöldi þó enginn körfubolti sé spilaður um þessar mundir. Þátturinn var með öðru sniði þar sem rifjað var upp fyrstu ár NBA körfuboltans í íslensku sjónvarpi.

Heimir Karlsson og Einar Bollason voru gestir Kjartans Atla í Körfuboltakvöldi en þeir sáu um umfjöllun Stöðvar 2 fyrstu árin.

Heimir rifjaði upp skemmtilegt atvik úr beinni útsendingu frá leik New York Knicks og Houston Rockets í úrslitakeppni NBA árið 1994.

„Þessar útsendingar voru með misjöfnum skilyrðum. Við tókum útsendingamerki í gegnum herinn upp á Keflavíkurflugvelli,“ útskýrir Heimir og heldur áfram.

„Við erum í miðjum leik. Við stjórnuðum ekki neinum pásum eða neitt slíkt. Þá var skyndilega klippt yfir úr körfuboltanum á einhvern jeppa á hraðbraut í Los Angeles með sæg af lögreglubílum að elta,“ segir Heimir.

Um var að ræða beina útsendingu frá handtöku OJ Simpson, ofurstjörnu úr NFL deildinni á sjöunda áratugnum.

Fengu íslenskir körfuboltaáhugamenn því að fylgjast með þessum sögulega eltingaleik fyrir algjöra tilviljun.

Heimir og Einar rifjuðu upp þetta atvik með Kjartani Atla eins og sjá má í spilaranum neðst í fréttinni.

Klippa: Körfuboltakvöld: Sagan af OJ Simpson í beinni


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.