Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2020 14:08 Frá einu af leitarsvæðum AEX Gold á Suður-Grænlandi. Mynd/AEX Gold. Opinberu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold. Íslendingurinn Eldur Ólafsson er stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins en það vinnur að því að endurvekja gullvinnslu í námum á Suður-Grænlandi. Sjóðirnir nýttu sér kauprétt að hlutafé upp á 3,8 milljónir kanadískra dollara, andvirði um 350 milljóna íslenskra króna, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Við það hækkaði hlutur hvors sjóðs úr 5% upp í um 10%, eða samtals upp í um 20%. Fjárfestar í AEX Gold eru um tvöhundruð talsins. Tæplega þriðjungur hlutfjár er í höndum Íslendinga, þar af um tólf prósent í eigu Elds og fjölskyldu hans. Sjá einnig hér: Íslenskur jarðfræðingur kominn með 50 milljarða gullnámur á GrænlandiEldur Ólafsson jarðfræðingur er stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í tilkynningu AEX Gold lýsir Eldur ánægju sinni með ákvörðun sjóðanna, sem lýsi trú fjárfesta á möguleikum félagsins. Það fái þannig aukið fjármagn til að byggja upp gullvinnslu á Grænlandi og sérstaklega Nalunaq-verkefnið. Stefnt er að því að sú náma verði komin í fullan rekstur fyrir lok árs 2021. Í viðtali við grænlenska fréttamiðilinn Sermitsiaq segir Eldur að það hafi mikla þýðingu að hafa stuðning sjóðanna. Það styrki tengsl félagsins við bæði Grænland og Danmörku. „Þannig að þegar okkur gengur vel, þá gagnast það líka löndunum tveimur,“ segir Eldur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í desember um að Eldur hafi kveikt gullæði á Grænlandi: Grænland Tengdar fréttir Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Gullnámur á Grænlandi, sem Íslendingar eiga þriðjung í, hafa reynst mun gullríkari en búist var við. Gullæðar, sem þegar hafa fundist, eru taldar um fimmtíu milljarða króna virði. 12. desember 2019 21:45 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Opinberu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold. Íslendingurinn Eldur Ólafsson er stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins en það vinnur að því að endurvekja gullvinnslu í námum á Suður-Grænlandi. Sjóðirnir nýttu sér kauprétt að hlutafé upp á 3,8 milljónir kanadískra dollara, andvirði um 350 milljóna íslenskra króna, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Við það hækkaði hlutur hvors sjóðs úr 5% upp í um 10%, eða samtals upp í um 20%. Fjárfestar í AEX Gold eru um tvöhundruð talsins. Tæplega þriðjungur hlutfjár er í höndum Íslendinga, þar af um tólf prósent í eigu Elds og fjölskyldu hans. Sjá einnig hér: Íslenskur jarðfræðingur kominn með 50 milljarða gullnámur á GrænlandiEldur Ólafsson jarðfræðingur er stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í tilkynningu AEX Gold lýsir Eldur ánægju sinni með ákvörðun sjóðanna, sem lýsi trú fjárfesta á möguleikum félagsins. Það fái þannig aukið fjármagn til að byggja upp gullvinnslu á Grænlandi og sérstaklega Nalunaq-verkefnið. Stefnt er að því að sú náma verði komin í fullan rekstur fyrir lok árs 2021. Í viðtali við grænlenska fréttamiðilinn Sermitsiaq segir Eldur að það hafi mikla þýðingu að hafa stuðning sjóðanna. Það styrki tengsl félagsins við bæði Grænland og Danmörku. „Þannig að þegar okkur gengur vel, þá gagnast það líka löndunum tveimur,“ segir Eldur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í desember um að Eldur hafi kveikt gullæði á Grænlandi:
Grænland Tengdar fréttir Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Gullnámur á Grænlandi, sem Íslendingar eiga þriðjung í, hafa reynst mun gullríkari en búist var við. Gullæðar, sem þegar hafa fundist, eru taldar um fimmtíu milljarða króna virði. 12. desember 2019 21:45 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00
Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Gullnámur á Grænlandi, sem Íslendingar eiga þriðjung í, hafa reynst mun gullríkari en búist var við. Gullæðar, sem þegar hafa fundist, eru taldar um fimmtíu milljarða króna virði. 12. desember 2019 21:45