Körfubolti

Pa­vel: Spilað því ein­hver skrif­stofa í Kópa­vogi er ekki búin að segja neitt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pavel í fyrri leik Vals og KR.
Pavel í fyrri leik Vals og KR. vísir/vilhelm
Pavel Ermolinski, leikmaður Vals í Dominos-deild karla, virðist ekki vera hrifinn af því að Dominos-deildin haldi áfram vegna kórónuveirunnar.

Pavel setur fram á Twitter-síðu sinni í dag að flestar deildir í heiminum séu búnir að aflýsa næstu leikjum en hér hafi ekkert verið gert. Brynjar Þór Björnsson, fyrrum samherji Pavels, neitaði að spila á dögunum vegna veirunnar.

Pavel fær fyrrum samherja sínum í KR í heimsókn í kvöld en Valur er í 10. sæti deildarinnar með 14 stig. Þeir eiga lítinn möguleika á úrslitakeppni og þurfa því sigur í kvöld.







Fjórir leikir fara fram í Dominos-deild karla í kvöld. Valur og KR mætast eins og fyrr segir, Stjarnan og Haukar eigast við í Garðabæ, Njarðvík og Fjölnir mætast í Ljónagryfjunni og Tindastóll fær ÍR í heimsókn.

Leikur Stjörnunnar og Hauka er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.05.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×