Af hverju er leyft að veiða dýr í hættu? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 21. ágúst 2020 09:00 Sem þingmaður tala ég ekki eingöngu um verðbólgu og vexti. Ég tala einnig um dýr, og ekki síst um dýravernd. Ég hef látið mig varða velferð villikatta, upplýst þjóðina um blóðmerahald hrossa og vakið athygli á umfangsmiklum veiðum á eina raunverulega landnema Íslands, íslenska refnum en um 6-7.000 refir eru drepnir árlega. Núverandi ríkisstjórn er ein af þeim fáum í heiminum sem leyfa veiðar á næststærsta dýri jarðar en langreyður er í útrýmingarhættu sé litið til heims-válista. Þessi sömu stjórnvöld eru að skoða hvort heimila eigi veiðar á selategundum, þar með talið á landsel sem er í „bráðri útrýmingarhættu“ hér á landi enda hefur honum fækkað um 80%. 15 fuglategundir eru bæði á válista og á veiðilistum Í vikunni barst mér svar frá umhverfisráðherra við skriflegri fyrirspurn minni um veiðar á fuglum á „válistum“. Þar kemur fram að umhverfisráðherra leyfir veiðar á 15 fuglategundum sem eru á skilgreindum válista yfirvalda sem þýðir að þær eru í hættu. Þar með talið á krummanum sem hefur fækkað mikið en um 2-3.000 hrafnar hafa verið drepnir árlega undanfarin 10 ár. Þessi árlega veiði er talin vera vel yfir 20% af heildarstofni hrafnsins. Samkvæmt stjórnvöldum má þó drepa hrafn allt árið sem verður að teljast mjög gagnrýnisvert í ljósi þess að hann er á válista þessara sömu stjórnvalda. Lundi er sömuleiðis talinn vera í „bráðri hættu“ en samt voru tæplega 26.000 lundar veiddir 2018. Af hverju finnst þessum stjórnvöldum eðlilegt að heimila veiðar á dýrum á válistum? Hvar er hið græna og sjálfbæra í því? Umhverfisvernd á ekki aðeins að snúast að vernda grjót og urð heldur einnig um að vernda hið fábreytilega dýralíf Íslands. Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Sem þingmaður tala ég ekki eingöngu um verðbólgu og vexti. Ég tala einnig um dýr, og ekki síst um dýravernd. Ég hef látið mig varða velferð villikatta, upplýst þjóðina um blóðmerahald hrossa og vakið athygli á umfangsmiklum veiðum á eina raunverulega landnema Íslands, íslenska refnum en um 6-7.000 refir eru drepnir árlega. Núverandi ríkisstjórn er ein af þeim fáum í heiminum sem leyfa veiðar á næststærsta dýri jarðar en langreyður er í útrýmingarhættu sé litið til heims-válista. Þessi sömu stjórnvöld eru að skoða hvort heimila eigi veiðar á selategundum, þar með talið á landsel sem er í „bráðri útrýmingarhættu“ hér á landi enda hefur honum fækkað um 80%. 15 fuglategundir eru bæði á válista og á veiðilistum Í vikunni barst mér svar frá umhverfisráðherra við skriflegri fyrirspurn minni um veiðar á fuglum á „válistum“. Þar kemur fram að umhverfisráðherra leyfir veiðar á 15 fuglategundum sem eru á skilgreindum válista yfirvalda sem þýðir að þær eru í hættu. Þar með talið á krummanum sem hefur fækkað mikið en um 2-3.000 hrafnar hafa verið drepnir árlega undanfarin 10 ár. Þessi árlega veiði er talin vera vel yfir 20% af heildarstofni hrafnsins. Samkvæmt stjórnvöldum má þó drepa hrafn allt árið sem verður að teljast mjög gagnrýnisvert í ljósi þess að hann er á válista þessara sömu stjórnvalda. Lundi er sömuleiðis talinn vera í „bráðri hættu“ en samt voru tæplega 26.000 lundar veiddir 2018. Af hverju finnst þessum stjórnvöldum eðlilegt að heimila veiðar á dýrum á válistum? Hvar er hið græna og sjálfbæra í því? Umhverfisvernd á ekki aðeins að snúast að vernda grjót og urð heldur einnig um að vernda hið fábreytilega dýralíf Íslands. Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun