Hjalti: Lélegur og leiðinlegur leikur Ísak Hallmundarson skrifar 1. mars 2020 21:30 Hjalti telur sína menn geta gert betur en í kvöld þrátt fyrir sigur vísir/daníel Keflavík lagði Hauka af velli í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-69. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var alls ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld þrátt fyrir sigurinn, en leikurinn var kaflaskiptur þar sem Keflavík leiddi á tímabili með 14 stigum en Haukar náðu að vinna sig inn í leikinn og komast yfir. Það fór þó allt vel fyrir Hjalta hans menn sem náðu að kreista fram sigur í lokin. ,,Sigur er alltaf sigur og tvö stig eru alltaf tvö stig en þetta var rosalega lélegur og leiðinlegur leikur,‘‘ sagði Hjalti í viðtali eftir leik. Keflavík byrjaði eins og áður sagði betur en misstu leikinn úr höndum sér í lok annars leikhluta. ,,Varnarleikurinn var góður í byrjun og það var góð orka í liðinu og við fengum hraðaupphlaup og þess vegna náðum við kannski þessum mun. Svo vorum við bara rosalega slappir í öðrum og þriðja leikhluta þar sem að við þurftum að fara að setja upp á hálfum velli. Þá fór allt í lás einhvernveginn.‘‘ Valur Orri Valsson sem samdi við Keflavík á dögunum kom inn á lok þriðja leikhluta og spilaði tæpar fimm mínútur. ,,Ég var búinn að ákveða að spila honum í einhverjar fjórar, fimm mínútur. Hann lenti bara í gær og tók eina æfingu með liðinu og veit svona fjögur eða fimm kerfi hjá okkur. Ég vildi aðeins leyfa honum að spila,‘‘ sagði Hjalti um innkomu Vals. En hvað þurfa Hjalti og hans menn að laga fyrir næsta leik? ,,Miðað við þennan leik þurfum við að laga allan sóknarleikinn. Við þurfum að vera miklu beittari í öllum aðgerðum en varnarlega vorum við þokkalegir.‘‘ Nú er stutt í úrslitakeppnina og einungis þrír leikir eftir af deildarkeppninni. Hjalti segir lokasprettinn leggjast vel í liðið eftir þriggja vikna keppnishlé. ,,Þetta voru mjög góðar þrjár vikur. Við tókum gott frí til að byrja með og svo var æft af krafti einhverjar tvær vikur. Við erum tilbúnir í úrslitakeppnina,‘‘ sagði Hjalti að lokum. Næst mætir Keflavík botnliði Fjölnis á útivelli, nánar tiltekið næsta fimmtudag. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Keflavík lagði Hauka af velli í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-69. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var alls ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld þrátt fyrir sigurinn, en leikurinn var kaflaskiptur þar sem Keflavík leiddi á tímabili með 14 stigum en Haukar náðu að vinna sig inn í leikinn og komast yfir. Það fór þó allt vel fyrir Hjalta hans menn sem náðu að kreista fram sigur í lokin. ,,Sigur er alltaf sigur og tvö stig eru alltaf tvö stig en þetta var rosalega lélegur og leiðinlegur leikur,‘‘ sagði Hjalti í viðtali eftir leik. Keflavík byrjaði eins og áður sagði betur en misstu leikinn úr höndum sér í lok annars leikhluta. ,,Varnarleikurinn var góður í byrjun og það var góð orka í liðinu og við fengum hraðaupphlaup og þess vegna náðum við kannski þessum mun. Svo vorum við bara rosalega slappir í öðrum og þriðja leikhluta þar sem að við þurftum að fara að setja upp á hálfum velli. Þá fór allt í lás einhvernveginn.‘‘ Valur Orri Valsson sem samdi við Keflavík á dögunum kom inn á lok þriðja leikhluta og spilaði tæpar fimm mínútur. ,,Ég var búinn að ákveða að spila honum í einhverjar fjórar, fimm mínútur. Hann lenti bara í gær og tók eina æfingu með liðinu og veit svona fjögur eða fimm kerfi hjá okkur. Ég vildi aðeins leyfa honum að spila,‘‘ sagði Hjalti um innkomu Vals. En hvað þurfa Hjalti og hans menn að laga fyrir næsta leik? ,,Miðað við þennan leik þurfum við að laga allan sóknarleikinn. Við þurfum að vera miklu beittari í öllum aðgerðum en varnarlega vorum við þokkalegir.‘‘ Nú er stutt í úrslitakeppnina og einungis þrír leikir eftir af deildarkeppninni. Hjalti segir lokasprettinn leggjast vel í liðið eftir þriggja vikna keppnishlé. ,,Þetta voru mjög góðar þrjár vikur. Við tókum gott frí til að byrja með og svo var æft af krafti einhverjar tvær vikur. Við erum tilbúnir í úrslitakeppnina,‘‘ sagði Hjalti að lokum. Næst mætir Keflavík botnliði Fjölnis á útivelli, nánar tiltekið næsta fimmtudag.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira