Körfubolti

Domino's Körfu­bolta­kvöld: „Fyrsta skipti sem KR finnur lausn varðandi Cra­ion og Kristófer“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spekingarnir í þætti gærkvöldsins.
Spekingarnir í þætti gærkvöldsins. vísir/skjáskot

KR vann öflugan sigur á Njarðvík á sunnudagskvöldið. Kristófer Acox og Mike Craion eru að smella betur saman og það sást á sunnudag.

Craion var stigahæsti leikmaður KR með 20 stig en að auki gaf hann átta stoðsendingar og fiskaði sjö villur. Kristófer bætti við 14 stigum og tók tíu fráköst.

Domino's Körfuboltakvöld fóru yfir þeirra frammistöðu í þætti sínum í gærkvöldi.

„Craion var virkilega góður og skoraði þegar honum datt í hug. Hann er að bera upp boltann og taka tvo menn á. Kristófer og Craion voru að verja skot í vörninni og voru að skora inn í teig í sókninni,“ sagði Benedikt Guðmundsson.

„Ég veit ekki hvort að það sé útaf þeir spila bara á sex mönnum og að Kristófer þurfi að taka til sín sóknarlega en það var eins og hann hafi fundið fyrir ábyrgðinni. Hann var að reyna fá boltann og fara á körfuna,“ bætti Sævar Sævarsson við. Benedikt tók svo aftur við boltanum:

„Þetta er það sem hefur vantað hjá KR. Þú ert með tvo gæða leikmenn í Kristó og Craion. Þú verður að finna leiðir til að nota þá saman og þetta er í fyrsta skipti sem mér finnst að KR hafi fundið lausnina á því.“

Allt innslagið má sjá hér að ofan þar sem einnig er rætt um Brynjar Þór Björnsson og þriggja stiga nýtingu KR.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld: Craion og Acox að slípast saman



Fleiri fréttir

Sjá meira


×