Körfubolti

Arnar eftir leik: Vorum verra liðið og verðskulduðum tap

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar var ekki sáttur við leik sinna manna í kvöld.
Arnar var ekki sáttur við leik sinna manna í kvöld. Vísir/Bára

Arnar Guðjónsson var ekki par sáttur við spilamennsku sinna manna í Vesturbænum í kvöld er Stjarnan tapaði með tveggja stiga mun fyrir KR. Lokatölur 79-77 KR í vil í leik sem hefði geta farið langleiðina með að tryggja Stjörnunni deildarmeistaratitilinn.

„Mér fannst við ekki nógu beittir varnarlega,“ sagði Arnar, þjálfari Stjörnunnar um leik sinna manna í kvöld í viðtali við Svala Björgvinsson á Stöð 2 Sport eftir leik.

„Við vorum að klúðra róteringum, langt frá mönnum, dekkuðum boltaskrefin illa og KR eru góðir þegar þú gefur þeim það,“ sagði Arnar um hvað var að klikka.

„Við vorum verra liðið í dag og verðskulduðum tap.“

„Þarf að velta því fyrir mér. Fannst við staðir í fyrri hálfleik en betra í seinni hálfleik. Töpuðum boltanum of oft en þurfum bara að vera betri varnarlega,“ sagði Arnar að lokum en Stjarnan vann fyrri leik liðanna með 43 stiga mun fyrr í vetur. 

Stjarnan er enn á toppi deildarinnar og í góðum málum hvað varðar að vinna deildarmeistaratitilinn. Leikir eins og í kvöld sýna þó að úrslitakeppnin ætti að verða einkar spennandi en sexfaldir Íslandsmeistarar KR eru til alls líklegir. Hvað þá þegar þeir geta stillt upp sínu besta liði.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: KR - Stjarnan 79-77 | KR hefndi fyrir ófarirnar í Garðabænum

KR vann tveggja stiga sigur á Stjörnunni í DHL-Höllinni í Vesturbænum í gríðar spennandi leik í Domino´s deild karla í kvöld. KR var án tveggja lykilmanna í leiknum og átti harma að hefna frá fyrri leik liðanna sem Stjarnan vann með 43 stiga mun í Garðabænum.

Matthías Orri: Fáum borgað fyrir að spila körfubolta og vera í formi

Matthías Orri Sigurðarson var frábær í liði KR í kvöld er liðið lagði Stjörnuna með tveggja stiga mun í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 79-77 KR í vil og Íslandsmeistararnir hefndu þar með fyrir tapið stóra í Garðabænum fyrr á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×