„Ákveðin bjögun“ fylgi því að hækka atvinnuleysisbætur Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 11:16 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra nefnir tvær ástæður fyrir því að hann telji óráð að hækka atvinnuleysisbætur, því fylgi t.a.m. ákveðin bjögun. Verkalýðshreyfingin og hagfræðingar hafa kallað eftir því, nú þegar atvinnuleysi hefur stóraukist og horft er fram á frekari uppsagnir í haust. Ráðherra segir stefnuna setta á að „halda sínu striki“ í ríkisfjármálunum, reka ríkissjóð með miklum halla en huga svo að umbótaverkefnum. Það muni skila besta mögulega atvinnustigi við þessar aðstæður. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var „heildaratvinnuleysið“ 8,8 prósent í júlímánuði. Almennt atvinnuleysi var 7,9 prósent í mánuðinum, sem var nokkur aukning frá því í maí og júni, en á móti minnkaði atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna jafnframt að hlutfall starfandi hefur lækkað milli ára, vinnustundum hefur fækkað verulega og fleiri eru utan vinnumarkaðar. Með haustinu er áætlað að enn fleiri detti út af vinnumarkaði, ekki síst vegna fyrirséðs ferðaþjónustufrosts. Atvinnuleysi er „ekki hlutskipti sem fólk almennt velur sér,“ að sögn Drífu Snædal forseta ASÍ og kallar hún eftir því að útgreiddar atvinnuleysisbætur verði hækkaðar og tímabilið þar sem fólk fær tekjutengdar bætur verði lengt. Tekur hún þar í sama streng og Þórunn Sveinbjarnadóttir, formaður BHM, en hún benti á að „háskólamenntaður sérfræðingur sem horfir fram á atvinnuleysi í eitt ár tapar um 335 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur að meðaltali á mánuði við að missa vinnuna.“ Hagfræðileg rök fyrir hækkun Hagfræðingurinn Ólafur Kjaran Árnason hefur jafnframt látið sig málið varða. Í nýlegri grein þar sem hann tíundar rökin fyrir því að hækka atvinnuleysisbætur fellst Ólafur á að hækkunin muni vissulega kosta sitt og tækur dæmi af kröfum ASÍ um 25 þúsund króna hækkun. „Jafnvel þó 17 þúsund manns yrðu án vinnu í heilt ár þá yrðu það ekki nema 25.000 * 17.000 * 12 = rúmlega 5 milljarðar, sem er slatti, en það er samt innan við 2 prósent af fyrirséðum halla ríkissjóðs á þessu ári. Auk þess sem stór hluti þessarar upphæðar skilar sér beint til baka í gegnum skatta og aukin efnahagsumsvif,“ skrifar Ólafur. Kostnaðurinn verði hins vegar „einfaldlega miklu meiri þegar upp er staðið ef við hlömmum öllum byrðunum af þessari kreppu á herðar þeirra sem missa vinnuna,“ að mati Ólafs. „Ef við fórnum þeim óheppnu. Fyrir utan hvað það væri aumt af okkur sem þjóð.“ Grunnatvinnuleysisbætur í dag eru 289.510 krónur á mánuði. Í þrjá mánuði fær fólk tekjutengdar atvinnuleysisbætur, sem eru 70 prósent af meðaltali heildarlauna, þó að hámarki 456.404 kr. á mánuði. Ekki hækka en lengja Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur ekki undir ofangreind sjónarmið um hækkun atvinnuleysisbóta á þessum tímapunkti. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist hann ekki telja það skynsamlegt að fara í hækkanir á „sjálfum bótagrunninum“ en bætti við að hann teldi tilefni til að skoða framlengingu tekjutengda tímabilsins. Bjarni segir ríkissjóð greiða „gríðarlegar fjárhæðir“ í atvinnuleysisbætur í dag. Um sé að ræða tryggingaréttindi sem fjármögnuð eru með atvinnutryggingagjaldi sem lagt er á fyrirtæki. Í því ljósi tiltók hann tvær ástæður fyrir því að hann tæki ekki undir ákall um að hækka atvinnuleysisbætur á þessum tímapunkti. Annars vegar sagði Bjarni að því fylgdi „ákveðin bjögun.“ Að hans áliti þurfi að vera „ákveðinn munur á atvinnuleysisbótum og lágmarkslaunum, til þess að það sé einhver „nauðsynlegur hvati“ til þess að stíga inn á vinnumarkaðinn og út úr bótakerfinu.“ Jafnframt hugnist fjármálaráðherra ekki að „leggja viðbótarálögur á atvinnurekendur vegna atvinnutryggingagjalds en það er það síðasta sem ég tel að muni hjálpa okkur við að skapa ný störf, að auka enn frekar álögur á atvinnulífið,“ sagði Bjarni í Bítinu. Fyrrnefndur Ólafur er þó annarar skoðunar, „það er ekkert sem segir að hækkun atvinnuleysisbóta núna kalli á hækkun tryggingagjalds strax,“ skrifar hagfræðingurinn. Ríkissjóður haldi sínu striki í hallanum Í Bítinu ræddi Bjarni um stöðu ríkisfjármála og næstu skref, eins og hann gerði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Bjarni boðar hvorki niðurskurð né aukna tekjuöflun ríkissjóðs í gegnum skattahækkanir. Ætlunin sé að „halda sínu striki í ríkisfjármálum,“ ekki stofna til nýrra útgjalda heldur fjármagna „Covid-útgjöldin.“ Ríkissjóði verði leyft að fara í halla í einhvern tíma til að halda örvun í hagkerfinu og að honum loknum verði ráðist í umbótaverkefni og fjárfestingar, t.d. í innviðum og nýsköpun. Það muni skapa ákveðinn grunn og segist Bjarni telja að þessi nálgun muni skila „besta mögulega atvinnustigi við þessar aðstæður.“ Viðtalið við hann í Bítinu má heyra í heild hér að ofan. Vinnumarkaður Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Fjármálaráðherra nefnir tvær ástæður fyrir því að hann telji óráð að hækka atvinnuleysisbætur, því fylgi t.a.m. ákveðin bjögun. Verkalýðshreyfingin og hagfræðingar hafa kallað eftir því, nú þegar atvinnuleysi hefur stóraukist og horft er fram á frekari uppsagnir í haust. Ráðherra segir stefnuna setta á að „halda sínu striki“ í ríkisfjármálunum, reka ríkissjóð með miklum halla en huga svo að umbótaverkefnum. Það muni skila besta mögulega atvinnustigi við þessar aðstæður. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var „heildaratvinnuleysið“ 8,8 prósent í júlímánuði. Almennt atvinnuleysi var 7,9 prósent í mánuðinum, sem var nokkur aukning frá því í maí og júni, en á móti minnkaði atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna jafnframt að hlutfall starfandi hefur lækkað milli ára, vinnustundum hefur fækkað verulega og fleiri eru utan vinnumarkaðar. Með haustinu er áætlað að enn fleiri detti út af vinnumarkaði, ekki síst vegna fyrirséðs ferðaþjónustufrosts. Atvinnuleysi er „ekki hlutskipti sem fólk almennt velur sér,“ að sögn Drífu Snædal forseta ASÍ og kallar hún eftir því að útgreiddar atvinnuleysisbætur verði hækkaðar og tímabilið þar sem fólk fær tekjutengdar bætur verði lengt. Tekur hún þar í sama streng og Þórunn Sveinbjarnadóttir, formaður BHM, en hún benti á að „háskólamenntaður sérfræðingur sem horfir fram á atvinnuleysi í eitt ár tapar um 335 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur að meðaltali á mánuði við að missa vinnuna.“ Hagfræðileg rök fyrir hækkun Hagfræðingurinn Ólafur Kjaran Árnason hefur jafnframt látið sig málið varða. Í nýlegri grein þar sem hann tíundar rökin fyrir því að hækka atvinnuleysisbætur fellst Ólafur á að hækkunin muni vissulega kosta sitt og tækur dæmi af kröfum ASÍ um 25 þúsund króna hækkun. „Jafnvel þó 17 þúsund manns yrðu án vinnu í heilt ár þá yrðu það ekki nema 25.000 * 17.000 * 12 = rúmlega 5 milljarðar, sem er slatti, en það er samt innan við 2 prósent af fyrirséðum halla ríkissjóðs á þessu ári. Auk þess sem stór hluti þessarar upphæðar skilar sér beint til baka í gegnum skatta og aukin efnahagsumsvif,“ skrifar Ólafur. Kostnaðurinn verði hins vegar „einfaldlega miklu meiri þegar upp er staðið ef við hlömmum öllum byrðunum af þessari kreppu á herðar þeirra sem missa vinnuna,“ að mati Ólafs. „Ef við fórnum þeim óheppnu. Fyrir utan hvað það væri aumt af okkur sem þjóð.“ Grunnatvinnuleysisbætur í dag eru 289.510 krónur á mánuði. Í þrjá mánuði fær fólk tekjutengdar atvinnuleysisbætur, sem eru 70 prósent af meðaltali heildarlauna, þó að hámarki 456.404 kr. á mánuði. Ekki hækka en lengja Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur ekki undir ofangreind sjónarmið um hækkun atvinnuleysisbóta á þessum tímapunkti. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist hann ekki telja það skynsamlegt að fara í hækkanir á „sjálfum bótagrunninum“ en bætti við að hann teldi tilefni til að skoða framlengingu tekjutengda tímabilsins. Bjarni segir ríkissjóð greiða „gríðarlegar fjárhæðir“ í atvinnuleysisbætur í dag. Um sé að ræða tryggingaréttindi sem fjármögnuð eru með atvinnutryggingagjaldi sem lagt er á fyrirtæki. Í því ljósi tiltók hann tvær ástæður fyrir því að hann tæki ekki undir ákall um að hækka atvinnuleysisbætur á þessum tímapunkti. Annars vegar sagði Bjarni að því fylgdi „ákveðin bjögun.“ Að hans áliti þurfi að vera „ákveðinn munur á atvinnuleysisbótum og lágmarkslaunum, til þess að það sé einhver „nauðsynlegur hvati“ til þess að stíga inn á vinnumarkaðinn og út úr bótakerfinu.“ Jafnframt hugnist fjármálaráðherra ekki að „leggja viðbótarálögur á atvinnurekendur vegna atvinnutryggingagjalds en það er það síðasta sem ég tel að muni hjálpa okkur við að skapa ný störf, að auka enn frekar álögur á atvinnulífið,“ sagði Bjarni í Bítinu. Fyrrnefndur Ólafur er þó annarar skoðunar, „það er ekkert sem segir að hækkun atvinnuleysisbóta núna kalli á hækkun tryggingagjalds strax,“ skrifar hagfræðingurinn. Ríkissjóður haldi sínu striki í hallanum Í Bítinu ræddi Bjarni um stöðu ríkisfjármála og næstu skref, eins og hann gerði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Bjarni boðar hvorki niðurskurð né aukna tekjuöflun ríkissjóðs í gegnum skattahækkanir. Ætlunin sé að „halda sínu striki í ríkisfjármálum,“ ekki stofna til nýrra útgjalda heldur fjármagna „Covid-útgjöldin.“ Ríkissjóði verði leyft að fara í halla í einhvern tíma til að halda örvun í hagkerfinu og að honum loknum verði ráðist í umbótaverkefni og fjárfestingar, t.d. í innviðum og nýsköpun. Það muni skapa ákveðinn grunn og segist Bjarni telja að þessi nálgun muni skila „besta mögulega atvinnustigi við þessar aðstæður.“ Viðtalið við hann í Bítinu má heyra í heild hér að ofan.
Vinnumarkaður Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira