Viðskipti erlent

Maðurinn sem fann upp „cut, copy, paste“ látinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tesler á PC-ráðstefnunni árið 1989.
Tesler á PC-ráðstefnunni árið 1989. vísir/getty

Tölvunarfræðingurinn Larry Tesler sem fann upp „cut, copy, paste“-flýtileiðina fyrir tölvur er látinn, 74 ára að aldri.

Tesler hóf störf í Sílikondalnum snemma á sjöunda áratugnum þegar tölvur voru óaðgengilegar fyrir stóran hluta almennings. Þökk sé ýmsum uppfinningum Tesler, til dæmis „cut, copy, paste“, varð einfalt að læra á og nota tölvur.

Tesler vann um tíma hjá Xerox og minntist fyrirtækið hans með eftirfarandi orðum:

„Sá sem fann upp „cut, copy og paste“, „find og replace“ og fleira, var fyrrverandi rannsakandi hjá Xerox, Larry Tesler. Vinnudagurinn þinn er auðveldari þökk sé byltingarkenndum hugmyndum hans.“

Tesler fæddist í Bronx árið 1945 og lærði við Stanford-háskóla í Kaliforníu. Eftir útskrift sérhæfði hann sig í því að gera tölvur notendavænni en hann starfaði meðal annars hjá Apple í sautján ár.

„Cut, copy, paste“ er örugglega þekktasta uppfinning Tesler en þessi flýtileið, sem flestir nota eflaust daglega, noti þeir tölvur á annað borð, var komið fyrir í hugbúnaði Apple-tölvunnar Lisu árið 1983 og svo í hinni upprunalegu Macintosh-tölvu sem kom á markaði ári síðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
4,04
5
7.217
SJOVA
3,68
4
16.208
KVIKA
3,3
21
167.621
ICEAIR
2,98
43
22.222
SYN
2,85
1
636

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-8,33
8
29.214
ORIGO
-2,72
10
65.954
ARION
-1,96
20
274.879
EIK
-1,54
9
34.182
REITIR
-1,49
4
94.359
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.