Maðurinn sem fann upp „cut, copy, paste“ látinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 10:15 Tesler á PC-ráðstefnunni árið 1989. vísir/getty Tölvunarfræðingurinn Larry Tesler sem fann upp „cut, copy, paste“-flýtileiðina fyrir tölvur er látinn, 74 ára að aldri. Tesler hóf störf í Sílikondalnum snemma á sjöunda áratugnum þegar tölvur voru óaðgengilegar fyrir stóran hluta almennings. Þökk sé ýmsum uppfinningum Tesler, til dæmis „cut, copy, paste“, varð einfalt að læra á og nota tölvur. Tesler vann um tíma hjá Xerox og minntist fyrirtækið hans með eftirfarandi orðum: „Sá sem fann upp „cut, copy og paste“, „find og replace“ og fleira, var fyrrverandi rannsakandi hjá Xerox, Larry Tesler. Vinnudagurinn þinn er auðveldari þökk sé byltingarkenndum hugmyndum hans.“ Tesler fæddist í Bronx árið 1945 og lærði við Stanford-háskóla í Kaliforníu. Eftir útskrift sérhæfði hann sig í því að gera tölvur notendavænni en hann starfaði meðal annars hjá Apple í sautján ár. „Cut, copy, paste“ er örugglega þekktasta uppfinning Tesler en þessi flýtileið, sem flestir nota eflaust daglega, noti þeir tölvur á annað borð, var komið fyrir í hugbúnaði Apple-tölvunnar Lisu árið 1983 og svo í hinni upprunalegu Macintosh-tölvu sem kom á markaði ári síðar. Andlát Apple Bandaríkin Tækni Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tölvunarfræðingurinn Larry Tesler sem fann upp „cut, copy, paste“-flýtileiðina fyrir tölvur er látinn, 74 ára að aldri. Tesler hóf störf í Sílikondalnum snemma á sjöunda áratugnum þegar tölvur voru óaðgengilegar fyrir stóran hluta almennings. Þökk sé ýmsum uppfinningum Tesler, til dæmis „cut, copy, paste“, varð einfalt að læra á og nota tölvur. Tesler vann um tíma hjá Xerox og minntist fyrirtækið hans með eftirfarandi orðum: „Sá sem fann upp „cut, copy og paste“, „find og replace“ og fleira, var fyrrverandi rannsakandi hjá Xerox, Larry Tesler. Vinnudagurinn þinn er auðveldari þökk sé byltingarkenndum hugmyndum hans.“ Tesler fæddist í Bronx árið 1945 og lærði við Stanford-háskóla í Kaliforníu. Eftir útskrift sérhæfði hann sig í því að gera tölvur notendavænni en hann starfaði meðal annars hjá Apple í sautján ár. „Cut, copy, paste“ er örugglega þekktasta uppfinning Tesler en þessi flýtileið, sem flestir nota eflaust daglega, noti þeir tölvur á annað borð, var komið fyrir í hugbúnaði Apple-tölvunnar Lisu árið 1983 og svo í hinni upprunalegu Macintosh-tölvu sem kom á markaði ári síðar.
Andlát Apple Bandaríkin Tækni Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira