Körfubolti

Hard­en lét 29 stig duga í sigri og gríska undrið heldur upp­teknum hætti | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Giannis í leiknum í nótt.
Giannis í leiknum í nótt. vísir/getty

NBA-deildin fór aftur af stað í nótt eftir nokkurra daga hlé. Sex leikir voru á dagskrá og voru fjórir þeirra ansi spennandi en einn fór í framlengingu.

Giannis Antetokounmpo heldur uppteknum hætti í liði Milwaukee. Hann skoraði 33 stig og tók 16 fráköst er liðið vann sex stiga sigur á Detroit, 126-106.

Þetta var 47. sigur Milwaukee í þeim 55 leikjum sem liðið hefur leikið í vetur en liðið er með lang hæsta vinningshlutfallið.

James Harden skoraði 29 stig er Houston vann öruggan sigur á Golden State Warriors, 135-105. Harden hefur verið magnaður á tímabilinu en Houston hefur unnið 35 af 55 leikjum sem liðið hefur spilað í vetur.
Öll úrslit næturinnar:
Milwaukee - Detroit 126-106
Miami - Atlanta 124-129
Charlotte - Chicago 103-93
Brooklyn - Philadelphia 104-112 (eftir framlengingu)
Memphis - Sacramento 125-129
Houston - Golden State 135-105


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.