Enski boltinn

Fyrir­liði Evrópu­meistaranna frá í þrjár vikur

Henderson liggur óvígur eftir í leiknum á þriðjudaginn.
Henderson liggur óvígur eftir í leiknum á þriðjudaginn. vísir/getty

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verður frá næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla en hann meiddist í leik gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni fyrr í vikunni.

Henderson fór af velli á 80. mínútu eftir að hafa þurft aðhlynningu nokkrum mínútum áður. Liverpool tapaði leiknum 1-0 en Saul Niguez skoraði sigurmarkið á 4. mínútu.

Meiðsli Henderson eru aftan í læri en það hefur margoft sannað sig að svoleiðis meiðsli er erfitt að berjast við.
Liverpool er með 22 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en liðið mætir Atletico Madrid í síðari leiknum í 16-liða úrslitunum þann 11. mars. Það er ljóst að Henderson verður í kapphlaupi við tímann að ná þeim.

Enski landsliðsmaðurinn mun missa af leik Liverpool gegn West Ham á mánudagskvöldið og deildarleik gegn Watford um aðra helgi. Liðið spilar svo við Chelsea í enska bikarnum þann 3. mars áður en liðið mætir Bournemouth í síðasta leiknum fyrir leikinn gegn Atletico.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.