Viðskipti innlent

Fljúga ekki milli Kína og Íslands eftir allt saman

Kjartan Kjartansson skrifar
Áform kínverska flugfélagsins Juneyao um áætlunarflug til Vestur-Evrópu eru farin úr skorðum vegna Wuhan-veirunnar.
Áform kínverska flugfélagsins Juneyao um áætlunarflug til Vestur-Evrópu eru farin úr skorðum vegna Wuhan-veirunnar. Vísir/EPA

Stjórnendur flugfélagsins Juneyao Airlines eru hættir við tengiflug frá Helsinki til Íslands á þessu ári. Kórónuveirufaraldurinn sem hefur geisað í Kína er sögð meginástæða þess að hætt hefur verið við flugleiðina.

Vefsíðan Túristi, sem sérhæfir sig í fréttum af flugi og ferðaþjónustu, hefur eftir heimildum sínum að ekkert verði af Kínafluginu til Íslands sem átti að fara í gegnum Helsinki. Flugfélagið Juneayao ætlaði að halda úti tveimur ferðum í viku fram í lok október frá Sjanghæ.

Von var á Boeing Dreamliner-þotu Juneayo til Keflavíkur í lok mars en ferðinni hafði verið seinkað til loka apríl. Juneayo er nú sagt hætt við Íslandsferðirnar en einnig áætlunarferðir til Dyflinnar á Írlandi og Manchester á Englandi.


Tengdar fréttir

Flug milli Kína og Keflavíkur hefst í vor

Fyrsta flug kínverska flugfélagsins Juneyao Air frá Sjanghæ til Íslands með viðkomu í Helsinki verður 31. mars næstkomandi. Flogið verður hingað tvisvar í viku út árið. Félagið áætlar 20 þúsund farþega á næsta ári. Miðaverð báðar leiðir er frá 68 þúsund krónum.

Búa sig undir fjölgun kínverskra ferðamanna með fræðslufundi

Að mörgu þarf að huga við móttöku kínverskra ferðamanna því að menningarmunurinn getur verið mikill. Af því tilefni mun Íslandsstofa standa fyrir fræðslufundi þann 22. janúar í samvinnu við Ferðamálastofu, kínverska sendiráðið, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustu og Íslenska-kínverska verslunarráðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×