Búa sig undir fjölgun kínverskra ferðamanna með fræðslufundi Björn Þorfinnsson skrifar 29. nóvember 2019 08:30 Kínverskir ferðamenn eyða mest allra þeirra sem sækja Ísland heim. Vísir/Valli Að mörgu þarf að huga við móttöku kínverskra ferðamanna því að menningarmunurinn getur verið mikill. Af því tilefni mun Íslandsstofa standa fyrir fræðslufundi þann 22. janúar í samvinnu við Ferðamálastofu, kínverska sendiráðið, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustu og Íslenska-kínverska verslunarráðið. Kínverskum ferðamönnum fjölgar sífellt á Íslandi. Þannig hafa tæplega 100 þúsund Kínverjar heimsótt landið undanfarna tólf mánuði sem er aukning um 14 prósent. Að öllum líkindum munu þessar tölur hækka á næstunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni mun kínverska flugfélagið Juneyao Air hefja áætlunarflug til Íslands tvisvar í viku næsta vor og fleiri þarlend flugfélög eru með Ísland í skoðun sem áfangastað. Fljótlega á næsta ári verða svo kínverskir raunveruleikaþættir, þar sem Ísland er í stóru hlutverki, sýndir sem verður mikil landkynning. Að sögn Þorleifs Þórs Jónssonar, verkefnastjóra hjá Íslandsstofu, er áðurnefndur fræðslufundur löngu tímabær. „Megináhersla fundarins verður sú að kynna fyrir framvarðarsveit íslenskrar ferðaþjónustu, til dæmis starfsfólki í móttöku gististaða, rútubílstjórum og leiðsögufólki, ýmis atriði sem geta bætt upplifun kínverskra ferðamanna. Það er talsverður menningarmunur milli þeirra og vestrænna ferðamanna og mikilvægt að upplýsa starfsfólk um þankagang þessara ferðamanna. Það gerir reynslu allra betri,“ segir Þorleifur. Hann nefnir sem dæmi það sem slegið er hér upp í fyrirsögn. Kínverskir ferðamenn vilja gott aðgengi að heitu vatni því það kjósa þeir helst að drekka, heilsunnar vegna. Undirbúningur fyrir fjölgun kínverskra ferðamanna er líka í gangi hjá Isavia. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, hefur fyrirtækið á síðustu misserum lagt áherslu á að ná til kínverskra farþega. „Þannig er þegar hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu á Keflavíkurflugvelli með Alipay og WeChat Pay sem eru meðal vinsælustu greiðslulausna í Kína. Þá er Keflavíkurflugvöllur á WeChat og DianPing sem eru mikið notaðir samfélagsmiðlar í Kína,“ segir Guðjón. Þar finni kínverskir ferðalangar helstu þjónustuupplýsingar fyrir Keflavíkurflugvöll. Hann segir einnig að Isavia muni halda áfram að þróa þjónustu fyrir Kínverja í samstarfi við sendiráð landsins. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Að mörgu þarf að huga við móttöku kínverskra ferðamanna því að menningarmunurinn getur verið mikill. Af því tilefni mun Íslandsstofa standa fyrir fræðslufundi þann 22. janúar í samvinnu við Ferðamálastofu, kínverska sendiráðið, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustu og Íslenska-kínverska verslunarráðið. Kínverskum ferðamönnum fjölgar sífellt á Íslandi. Þannig hafa tæplega 100 þúsund Kínverjar heimsótt landið undanfarna tólf mánuði sem er aukning um 14 prósent. Að öllum líkindum munu þessar tölur hækka á næstunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni mun kínverska flugfélagið Juneyao Air hefja áætlunarflug til Íslands tvisvar í viku næsta vor og fleiri þarlend flugfélög eru með Ísland í skoðun sem áfangastað. Fljótlega á næsta ári verða svo kínverskir raunveruleikaþættir, þar sem Ísland er í stóru hlutverki, sýndir sem verður mikil landkynning. Að sögn Þorleifs Þórs Jónssonar, verkefnastjóra hjá Íslandsstofu, er áðurnefndur fræðslufundur löngu tímabær. „Megináhersla fundarins verður sú að kynna fyrir framvarðarsveit íslenskrar ferðaþjónustu, til dæmis starfsfólki í móttöku gististaða, rútubílstjórum og leiðsögufólki, ýmis atriði sem geta bætt upplifun kínverskra ferðamanna. Það er talsverður menningarmunur milli þeirra og vestrænna ferðamanna og mikilvægt að upplýsa starfsfólk um þankagang þessara ferðamanna. Það gerir reynslu allra betri,“ segir Þorleifur. Hann nefnir sem dæmi það sem slegið er hér upp í fyrirsögn. Kínverskir ferðamenn vilja gott aðgengi að heitu vatni því það kjósa þeir helst að drekka, heilsunnar vegna. Undirbúningur fyrir fjölgun kínverskra ferðamanna er líka í gangi hjá Isavia. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, hefur fyrirtækið á síðustu misserum lagt áherslu á að ná til kínverskra farþega. „Þannig er þegar hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu á Keflavíkurflugvelli með Alipay og WeChat Pay sem eru meðal vinsælustu greiðslulausna í Kína. Þá er Keflavíkurflugvöllur á WeChat og DianPing sem eru mikið notaðir samfélagsmiðlar í Kína,“ segir Guðjón. Þar finni kínverskir ferðalangar helstu þjónustuupplýsingar fyrir Keflavíkurflugvöll. Hann segir einnig að Isavia muni halda áfram að þróa þjónustu fyrir Kínverja í samstarfi við sendiráð landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira