Enski boltinn

Di Maria hatar Manchester United og skiptir um stöð ef þeir eru í sjón­varpinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Angel Di Maria er ekki hrifinn af Manchester United en hann leikur nú með PSG í Frakklandi.
Angel Di Maria er ekki hrifinn af Manchester United en hann leikur nú með PSG í Frakklandi. vísir/getty

Angel Di Maria, leikmaður PSG og argentínska landsliðsins, er ekki mikill stuðningsmaður Manchester United eftir veru sína hjá félaginu árið 2014 og 2015.

Di Maria lék 27 leiki fyrir félagið frá því að hann kom til United frá Real Madrid árið 2014 en Rauðu djöflarnir keyptu hann á 60 milljónir punda. Hann var farinn ári síðar.

Marcin Bulka, varamarkvörður PSG, greinir frá því í viðtali að samherji hans hjá frönsku meisturunum sé ekki mjög mikill aðdáandi félagsins.

„Di Maria hatar Manchester United,“ sagði Bulka í samtali við Foot Truck. „Hann á ekki margar góðar minningar frá tíma sínum þar.“

„Þegar það er eitthvað tengt Manchester United í sjónvarpinu þá skiptir hann um stöð,“ bætti pólski markvörðurinn við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×