Fótbolti

Messi brosti er hann var boðinn vel­kominn í „hús föðurins“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi í leiknum í gær.
Messi í leiknum í gær. vísir/getty

Lionel Messi spilaði í fyrsta sinn í Napoli í gær er Barcelona gerði 1-1 jafntefli við heimamenn. Leikurinn var liður í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Mikið var fjallað um fyrir leikinn að Messi væri þarna að heimsækja fyrrum heimavöll Diego Maradona sem lék með ítalska liðinu á árunum 1984 til 1991.

Maradona og Messi eru af mörgum taldnir einir bestu fótboltamenn sögunnar og var beðið með mikilli eftirvæntingu að sjá hinn magnaði Messi spila á Ítalíu í gær.

„Velkominn í hús föðurins,“ sagði blaðamaðurinn Tancredi Palmeri er Messi mætti til leiks og brosti Argentínumaðurinn við þessu.
Messi átti ekkert sérstakan leik í 1-1 jafnteflinu. Napoli komst yfir með marki Dries Mertens en Antoine Griezmann jafnaði í síðari hálfleik.

Liðin mætast á nýjan leik þann 18. mars í Barcelona.

Klippa: Napoli vs Barcelona


Tengdar fréttir

Griezmann bjargaði Börsungum gegn Napoli

Leikur tveggja hálfleikja á vel við um leik kvöldsins en heimamenn í Napoli voru 1-0 yfir eftir 45 mínútur en Antoine Griezmann bjargaði jafntefli fyrir gestina með laglegu marki í síðari hálfleik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.