Fótbolti

Messi brosti er hann var boðinn vel­kominn í „hús föðurins“

Anton Ingi Leifsson skrifar

Lionel Messi spilaði í fyrsta sinn í Napoli í gær er Barcelona gerði 1-1 jafntefli við heimamenn. Leikurinn var liður í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Mikið var fjallað um fyrir leikinn að Messi væri þarna að heimsækja fyrrum heimavöll Diego Maradona sem lék með ítalska liðinu á árunum 1984 til 1991.

Maradona og Messi eru af mörgum taldnir einir bestu fótboltamenn sögunnar og var beðið með mikilli eftirvæntingu að sjá hinn magnaði Messi spila á Ítalíu í gær.

„Velkominn í hús föðurins,“ sagði blaðamaðurinn Tancredi Palmeri er Messi mætti til leiks og brosti Argentínumaðurinn við þessu.







Messi átti ekkert sérstakan leik í 1-1 jafnteflinu. Napoli komst yfir með marki Dries Mertens en Antoine Griezmann jafnaði í síðari hálfleik.

Liðin mætast á nýjan leik þann 18. mars í Barcelona.

Klippa: Napoli vs Barcelona

Tengdar fréttir

Griezmann bjargaði Börsungum gegn Napoli

Leikur tveggja hálfleikja á vel við um leik kvöldsins en heimamenn í Napoli voru 1-0 yfir eftir 45 mínútur en Antoine Griezmann bjargaði jafntefli fyrir gestina með laglegu marki í síðari hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×