Viðskipti erlent

Danske Bank fækkar stöðu­gildum um 400

Atli Ísleifsson skrifar
Af þeim 230 sem missa vinnuna starfa um 120 manns í Danmörku.
Af þeim 230 sem missa vinnuna starfa um 120 manns í Danmörku. Getty

Danske Bank hefur fækkað stöðugildum um fjögur hundruð og sagt upp 230 manns. Frá þessu greinir bankinn í yfirlýsingu í morgun.

„Þar sem þörf er á að draga úr rekstrarkostnaði mun Danske Bank fækka stöðugildum um 400,“ segir í tilkynningu frá bankanum.

Greint var frá því í janúar að tvö þúsund starfsmönnum bankans hafi boðist að semja um starfslok. Bankinn hafði þá þegar tímabundið lokað á allar nýráðningar. Einungis sextíu manns þáðu boðið og nú hefur verið greint frá því að 230 verði sagt upp vegna aðhaldsaðgerðanna.

Af þeim 230 sem missa vinnuna starfa um 120 manns í Danmörku. Þar að auki missa sextíu manns vinnuna í Finnlandi og 33 í Litháen. Þá missa einhverjir starfsmenn bankans vinnuna í Svíþjóð og Noregi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,54
10
39.490
EIM
2,13
2
415
ICEAIR
1,93
52
21.975
VIS
1,63
6
121.858
SJOVA
0,62
2
9.586

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
-5
4
85.650
EIK
-2,99
2
1.954
ARION
-2,61
9
54.103
BRIM
-1,72
1
612
REGINN
-1,11
2
62.303
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.