Marka­súpa í Kata­lóníu og Klu­i­vert skaut Roma á­fram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kluivert fagnar í kvöld.
Kluivert fagnar í kvöld. vísir/getty

Wolves lenti í litlum vandræðum í Katalóníu í kvöld er liðið mætti Espanyol í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Úlfarnir unnu fyrri leikinn 4-0 og gátu leyft sér að slaka aðeins á og hreyfa við liðinu í kvöld. Lokatölur kvöldsins urðu 3-2 og Úlfarnir þægilega komnir áfram.







Justin Kluivert, sonur Patrick Kluivert, skaut Roma áfram með jöfnunarmarki gegn Gent í 1-1 jafntefli í Belgíu í kvöld. Roma vann fyrri leikinn 1-0 og er því komið áfram.

Leverkusen vann góðan 3-1 sigur á Porto í Portúgal þar sem Kai Hevertz fór á kostum en framlengja þurfti í Istanbúl þar sem annað portúgalskt lið var í heimsókn Sporting.





Björn Bergmann Sigurðarson og Albert Guðmundsson voru ekki með APOEL og AZ Alkmaar er liðin döttu bæði úr leik í kvöld.





Úrslit kvöldsins:

Basel - APOEL 1-0 (Samanlagt 4-0)

Espanyol - Wolves 3-2 (Samanlagt 3-6)

Porto - Bayer Leverkusen 1-3 (Samanlagt 2-5)

Gent - Roma 1-1 (Samanlagt 1-2)

Istanbul Basaksehir - Sporting 3-1 (Framlenging í gangi)

Lask - AZ Alkmaar 2-0 (Samnlagt 3-1)

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira