Hættuspil hungurmarkanna Drífa Snædal skrifar 28. febrúar 2020 13:00 Verkfall Eflingar er okkur öll áminning um mikilvægi þeirra starfa sem unnin eru á vegum Reykjarvíkurborgar. Ruslafötur sem áður tæmdust án þess að nokkur gæfi því frekari gaum eru nú yfir fullar af rusli.Hjóla- og göngustígar sem hægt var að treysta á að yrðu ruddir eru nú ófærir og foreldrar leikskólabarna eru í miklum vandræðum, sérstaklega fólk sem hefur ekki tengslanet til að redda sér. Meðal þeirra sem eru í verkfalli er fólk sem lifir við fátækt og hefur jafnvel skammast sín fyrir launin sín. Fólk sem fengið hefur þau skilaboð frá samfélaginu að það sé einfaldlega ekki meira virði en launaseðillinn gefur til kynna. Því fylgir skömm. Að beita verkfallsvopninu er krafa um betri kjör en líka krafa um áheyrn og virðingu. Að halda starfsfólki við hungurmörk er hættuspil. Ekki einungis er það fullkomin vanvirðing heldur mun það leiða til þess að fólk fyllist örvæntingu og grípi til sinna aðgerða. Við höfum í áratugi talað um að leiðrétta launamun kynjanna, að leiðrétta kvennastörf sérstaklega. Allir sem hafa verið í almannasamtökum hafa kvittað uppá fjölda ályktana í þá veru, sérstaklega fólk sem hefur tekið þátt í stjórnmálum. Verkfallið er orðið langt og strangt og komið að þanþolum borgarinnar og borgaranna. Það fer hins vegar enginn í verkfall að gamni sínu, hvað þá að forystufólk geti með handafli fengið samþykkta verkfallsboðun meðal félagsmanna. Þeir sem tala svo sýna félagsmönnum Eflingar vanvirðingu og það verður sannanlega ekki til að leysa deiluna. Þrátt fyrir fullar rusalfötur og illfæra stíga í höfuðborginni óska ég öllum ánægjulegrar helgar með von um bjarta og árangursríka viku framundan. Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Verkfall Eflingar er okkur öll áminning um mikilvægi þeirra starfa sem unnin eru á vegum Reykjarvíkurborgar. Ruslafötur sem áður tæmdust án þess að nokkur gæfi því frekari gaum eru nú yfir fullar af rusli.Hjóla- og göngustígar sem hægt var að treysta á að yrðu ruddir eru nú ófærir og foreldrar leikskólabarna eru í miklum vandræðum, sérstaklega fólk sem hefur ekki tengslanet til að redda sér. Meðal þeirra sem eru í verkfalli er fólk sem lifir við fátækt og hefur jafnvel skammast sín fyrir launin sín. Fólk sem fengið hefur þau skilaboð frá samfélaginu að það sé einfaldlega ekki meira virði en launaseðillinn gefur til kynna. Því fylgir skömm. Að beita verkfallsvopninu er krafa um betri kjör en líka krafa um áheyrn og virðingu. Að halda starfsfólki við hungurmörk er hættuspil. Ekki einungis er það fullkomin vanvirðing heldur mun það leiða til þess að fólk fyllist örvæntingu og grípi til sinna aðgerða. Við höfum í áratugi talað um að leiðrétta launamun kynjanna, að leiðrétta kvennastörf sérstaklega. Allir sem hafa verið í almannasamtökum hafa kvittað uppá fjölda ályktana í þá veru, sérstaklega fólk sem hefur tekið þátt í stjórnmálum. Verkfallið er orðið langt og strangt og komið að þanþolum borgarinnar og borgaranna. Það fer hins vegar enginn í verkfall að gamni sínu, hvað þá að forystufólk geti með handafli fengið samþykkta verkfallsboðun meðal félagsmanna. Þeir sem tala svo sýna félagsmönnum Eflingar vanvirðingu og það verður sannanlega ekki til að leysa deiluna. Þrátt fyrir fullar rusalfötur og illfæra stíga í höfuðborginni óska ég öllum ánægjulegrar helgar með von um bjarta og árangursríka viku framundan. Drífa
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar