Körfubolti

Kjartan Atli og Teitur fara yfir komandi leiki | Myndband

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kjartan Atli og Teitur voru léttir, ljúfir og kátir í kvöld.
Kjartan Atli og Teitur voru léttir, ljúfir og kátir í kvöld. Vísir/Skjáskot

Domino´s deild karla fer aftur af stað eftir gott bikar- og landsleikjafrí nú um helgina. Þeir Kjartan Atli Kjartansson og Teitur Örlygsson hittust því og fóru yfir komandi umferð. Nú fer tímabilið senn að klárast og ljóst að línur eru farnar að skýrast.

Fóru þeir félagar yfir hvern leik fyrir sig og má sjá alla umræðuna í spilaranum hér að neðan.

Næsta umferð
Sunnudaginn 1. mars eru fjórir leikir í Domino´s deild karla. Valur fær Grindavík í heimsókn - í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, Stjarnan fær Þór Akureyri í heimsókn, Keflavík fær Hauka í heimsókn og Njarðvík fær KR í heimsókn - í beinni á Stöð 2 Sport 2.

Degi síðar eða á mánudeginum 2. mars fara Fjölnismenn á Sauðárkrók þar sem þeir mæta heimamönnum í Tindastól og ÍR fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn – í beinni á Stöð 2 Sport. Í kjölfarið er svo bein útsending frá Domino´s Körfuboltakvöldi.

Grindvíkingar til alls líklegir
„Grindvíkingar komust í bikarúrslit og það er búið að vera skrið á þeim,“ sagði Kjartan Atli um Grindavíkur liðið og Teitur tók í sama streng

„Það eru búin að vera batamerki á þeim, nýji leikmaðurinn þeirra [Seth LeDay] styrkir þá mikið og Sigtryggur [Arnar Björnsson] virðist vera búinn að finna fjölina sína. Honum finnst gaman að fá athygli og þá er oft meiri kraftur í honum. Valur verður hins vegar að vinna.“

Stjarnan of stór biti fyrir Þór
Teitur hefur ekki mikla trú á Þór Akureyri gegn Stjörnunni í Garðabænum.

„Stjarnan eru bara það massífir að ég held að það sé of stór pakki fyrir Þór til að gera þetta að leik.“

KR verða með meistaralið sama hvað
Gífurleg meiðsli Íslandsmeistara KR voru eðlilega rædd en Teitur vill samt meina að þeir mæti með ágætis lið í komandi leik gegn Njarðvík

„Hverjir eru að fara mæta til leiks fyrir KR, það er kannski það forvitnilegasta finnst mér,“ sagði Kjartan um komandi leik KR en liðið mætir Njarðvík á útivelli.

„Þeir verða með meistaralið, það er ekkert öðruvísi“ sagði Teitur um leikmannahóp KR en Dino Cinac, króatíski miðherji liðsins, meiddist illa á auga í vikunni. Mike DiNunno samdi við KR á dögunum en hann hefur verið að glíma við meiðsli og verður ekki leikfær fyrr en í úrslitakeppninni. Þá er Björn Kristjánsson enn frá og aðrir lykilmenn KR hafa glímt við meiðsli á einhverjum tímapunkti í vetur.

Klippa: Spjall um Dominos
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.