Viðskipti innlent

Bein útsending: Grænt frumkvæði fyrirtækja

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Framsögufólk fundarins.
Framsögufólk fundarins. FA

Félag atvinnurekenda boðar til opins fundar um umhverfismál í dag. Fundurinn hefst klukkan 14, er öllum opinn auk þess sem honum er streymt á netinu. Útsendingu má nálgast hér að neðan.

Yfirskrift fundarins er Grænt frumkvæði fyrirtækja. Meðal framsögumanna eru fulltrúar viðskiptalífsins sem FA segir hafa „tekið frumkvæði, sýnt ábyrgð í umhverfismálum og gert sér viðskipti úr umhverfisvænum lausnum.“

Má þar nefna Grétu Maríu Grétarsdóttur framkvæmdastjóra Krónunnar, Einar Rúnar Magnússon forstöðumann viðskiptaþróunar Arctic Green Energy og Helgu Jóhönnu Bjarnadóttur sviðsstjóra samfélagssviðs Eflu.

Dagskrá fundarins má sjá hér að neðan, rétt eins og útsendinguna sem hefst um klukkan 14.

14.00 Setning fundarins – Magnús Óli Ólafsson, formaður FA

14.05 Ferðalagið er rétt að byrja! – Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar

14.25 Nýtt upphaf – lágmörkun umhverfisáhrifa – Hreinn Elíasson, markaðsstjóri Garra

14.45 Breyttir tímar – betri nýting – Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar

15.05 Andandi borgir – Einar Rúnar Magnússon, forstöðumaður viðskiptaþróunar Arctic Green Energy

15.25 Hvert er kolefnisspor vörunnar? – Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri samfélagssviðs EFLU

15.45 Grænt, gult eða rautt? Staðan á nokkrum baráttumálum FA – Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA






Fleiri fréttir

Sjá meira


×