Fleiri úr 1999 liði Man. United en úr 2020 liði Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 23:00 Paul Scholes og Roy Keane voru í banni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en komust í úrvalsliðið. Hér fagna þeir eftir leikinn með bikarinn á milli sín. Getty/Alain Gadoffre Sky Sports fékk lesendur heimasíðu sinnar til að velja ellefu manna úrvalslið úr tveimur liðum eða þrennuliði Manchester United frá 1999 og liði Liverpool í dag. Niðurstöðurnar eru klárar. Lið Sir Alex Ferguson frá 1998-99 tímabilinu náði einum fleiri leikmönnum inn í liðið í þessari kosningu en næstum því hundrað þúsund manns greiddu atkvæði. Steve McClaren, aðtoðarþjálfari Sir Alex hjá Manchester United þetta tímabil, vildi meina að aðeins Virgil Van Dijk kæmist í liðið en þeir sem kusu voru ekki alveg sammála því. Leikmenn úr Manchester United liðinu fengu 52 prósent atkvæða á móti 48 prósent sem fóru til leikmanna Liverpool liðsins. Lið Sir Alex Ferguson frá 1998-98 vann alla þrjá stóru titlana á tíu dögum í maímánuði 1999. Liðið vann ensku deildina 16. maí með 2-1 endurkomusigri á Tottenham, enski bikarinn vannst eftir 2-0 sigur á Newcastle á Wembley 22. maí og liðið vann síðan Meistaradeildina 26. maí eftir 2-1 endurkomusigur á Bayern München þar sem bæði mörkin komu í uppbótatíma. Liverpool er að rúlla yfir ensku úrvalsdeildina í vetur og hefur á síðustu níu mánuðum unnið Miestaradeildina, Ofurbikar UEFA og heimsmeistarakeppni félagsliða. 6 Man Utd 5 Liverpool We asked you to pick your combined XI from Man Utd's 1999 Treble-winning side and today's dominant Liverpool team...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 12, 2020 Sky Sports hefur nú birt niðurstöðurnar úr kosningunni og í liðinu eru sex úr þrennuliði Manchester United frá 1998-99 en fimm úr Liverpool liðinu í dag. Liverpool á næstum því alla vörnina og báða framherjana en allir miðjumenn úrvalssliðsins koma úr liði Manchester United.Úrvalslið Man. United 1999 og Liverpool 2020: Peter Schmeichel, Manchester United 1999 Trent Alexander-Arnold, Liverpool 2020 Jaap Stam , Manchester United 1999 Virgil Van Dijk, Liverpool 2020 Andrew Robertson, Liverpool 2020 David Beckham, Manchester United 1999 Paul Scholes, Manchester United 1999 Roy Keane, Manchester United 1999 Ryan Giggs, Manchester United 1999 Mo Salah, Liverpool 2020 Sadio Mane, Liverpool 2020Varamenn: Alisson, Liverpool 2020 Gary Neville, Manchester United 1999 Jordan Henderson, Liverpool 2020 Roberto Firmino, Liverpool 2020 Andy Cole, Manchester United 1999 Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjá meira
Sky Sports fékk lesendur heimasíðu sinnar til að velja ellefu manna úrvalslið úr tveimur liðum eða þrennuliði Manchester United frá 1999 og liði Liverpool í dag. Niðurstöðurnar eru klárar. Lið Sir Alex Ferguson frá 1998-99 tímabilinu náði einum fleiri leikmönnum inn í liðið í þessari kosningu en næstum því hundrað þúsund manns greiddu atkvæði. Steve McClaren, aðtoðarþjálfari Sir Alex hjá Manchester United þetta tímabil, vildi meina að aðeins Virgil Van Dijk kæmist í liðið en þeir sem kusu voru ekki alveg sammála því. Leikmenn úr Manchester United liðinu fengu 52 prósent atkvæða á móti 48 prósent sem fóru til leikmanna Liverpool liðsins. Lið Sir Alex Ferguson frá 1998-98 vann alla þrjá stóru titlana á tíu dögum í maímánuði 1999. Liðið vann ensku deildina 16. maí með 2-1 endurkomusigri á Tottenham, enski bikarinn vannst eftir 2-0 sigur á Newcastle á Wembley 22. maí og liðið vann síðan Meistaradeildina 26. maí eftir 2-1 endurkomusigur á Bayern München þar sem bæði mörkin komu í uppbótatíma. Liverpool er að rúlla yfir ensku úrvalsdeildina í vetur og hefur á síðustu níu mánuðum unnið Miestaradeildina, Ofurbikar UEFA og heimsmeistarakeppni félagsliða. 6 Man Utd 5 Liverpool We asked you to pick your combined XI from Man Utd's 1999 Treble-winning side and today's dominant Liverpool team...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 12, 2020 Sky Sports hefur nú birt niðurstöðurnar úr kosningunni og í liðinu eru sex úr þrennuliði Manchester United frá 1998-99 en fimm úr Liverpool liðinu í dag. Liverpool á næstum því alla vörnina og báða framherjana en allir miðjumenn úrvalssliðsins koma úr liði Manchester United.Úrvalslið Man. United 1999 og Liverpool 2020: Peter Schmeichel, Manchester United 1999 Trent Alexander-Arnold, Liverpool 2020 Jaap Stam , Manchester United 1999 Virgil Van Dijk, Liverpool 2020 Andrew Robertson, Liverpool 2020 David Beckham, Manchester United 1999 Paul Scholes, Manchester United 1999 Roy Keane, Manchester United 1999 Ryan Giggs, Manchester United 1999 Mo Salah, Liverpool 2020 Sadio Mane, Liverpool 2020Varamenn: Alisson, Liverpool 2020 Gary Neville, Manchester United 1999 Jordan Henderson, Liverpool 2020 Roberto Firmino, Liverpool 2020 Andy Cole, Manchester United 1999
Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjá meira