Viðskipti innlent

Lilja stýrir SagaNatura

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lilja Kjalarsdóttir var við doktorsnám og störf í Texas og Norður-Karólínu.
Lilja Kjalarsdóttir var við doktorsnám og störf í Texas og Norður-Karólínu.

Lilja Kjalarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins SagaNatura. Hún tekur við starfinu af Sjöfn Sigurgísladóttur sem er einn af stofnendum félagsins að því er segir í tilkynningu frá SagaNatura.

Sjöfn tekur sæti í stjórn félagsins og mun auk þess leiða verkefni sem varða framþróun félagsins á Íslandi og erlendis í samstarfi við stjórn og framkvæmdastjóra.

Lilja lauk doktorsgráðu líflæknisvísindum (e. Biomedicine) frá UT Southwestern í Dallas árið 2011 og BSc gráðu í lífefnafræði frá Háskóla Íslands árið 2005. Að loknu doktorsnámi starfaði hún í þrjú ár við rannsóknir við Duke University.

Eftir komuna til Íslands árið 2014 leiddi hún rannsóknir og þróun hjá líftæknifyrirtækinu Genís. Þar kom hún einnig að uppskölun framleiðslu og markaðssetningu. Lilja tók við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra SagaNatura í byrjun árs 2018 og hefur unnið þétt með Sjöfn að uppbyggingu félagsins á síðastliðnum tveim árum. Lilja hefur einnig sinnt rannsóknum hjá Landspítalanum og kennslu við Háskólann í Reykjavík.

Sjöfn Sigurgísladóttir fráfarandi framkvæmdastóri, segir að SagaNatura hafi verið í örum vexti að undanförnu og hafi náð miklum árangri í sölu og uppskölun framleiðslunnar.

„Það er mikill styrkleiki fyrir SagaNatura að fá kraftmikinn og reyndan stjórnanda og leiðtoga til að stýra rekstrinum áfram veginn,“ segir Sjöfn í tilkynningunni.

Lilja er gift Svavari Sigursteinssyni einkaþjálfara og ljósmyndara og eiga þau tvö börn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.