Handbolti

Bjarki enn markahæstur eftir sigur

Sindri Sverrisson skrifar
Bjarki Már Elísson hefur raðað inn mörkum í Þýskalandi í vetur.
Bjarki Már Elísson hefur raðað inn mörkum í Þýskalandi í vetur. vísir/getty

Bjarki Már Elísson skoraði sex marka Lemgo sem vann Minden 31-26 í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag.

Bjarki er því áfram markahæstur allra í deildinni en hann hefur skorað 179 mörk, fimm mörkum fleiri en Hans Óttar Lindberg hjá Füchse Berlín. Þeir tveir skera sig úr á markalistanum.

Eftir sigurinn er Lemgo í 10. sæti með 18 stig, þremur stigum fyrir ofan Minden sem er í 14. sæti.

Elvar Ásgeirsson og félagar í Stuttgart töpuðu 35-23 fyrir toppliði Kiel. Elvar komst ekki á blað. Stuttgart er í 16. sæti, þremur stigum frá fallsæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.