Handbolti

Seinni bylgjan: Logi vill sjá Aron inn í þjálfara­t­eymi Hauka og spurningar á­horf­enda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spekingarnir í settinu á mánudagskvöldið.
Spekingarnir í settinu á mánudagskvöldið. vísir/skjáskot

Logi Geirsson vill sjá Aron Kristjánsson koma inn í þjálfarateymi Hauka það sem eftir lifir tímabilsins. Þetta kom fram í Lokaskotinu sem var að sjálfsögðu á sínum stað í Seinni bylgjunni í gær.

Henry Birgir Gunnarsson fór þá yfir nokkur málefni með þeim Loga Geirssyni og Jóhanni Gunnari Einarssyni sem voru spekingar gærdagsins.

Aron Kristjánsson tekur við af Gunnari Magnússyni eftir leiktíðina en Haukarnir hafa verið í frjálsu falli eftir að þetta væri tilkynnt. Fyrsta spurningin í Lokaskotinu var þar af leiðandi um Haukana.

„Ef að ég væri Þorgeir Haraldsson (formaður Hauka) þá myndi ég reyna að fá Aron með honum. Fá hann strax inn í þetta. Hann er rosalegur þjálfari en ég sé enga ástæðu til að henda Gunna út,“ sagði Logi.

„Hann er með liðið í efsta sæti. Ekki hefði ég búist við því fyrir mótið. Ég var ekki með Hauka svona hátt. Enda eru þeir í frjálsu falli en ég held að þetta væri ekki vitlaust. Hann er að fara taka við liðinu og ég held að þetta gæti verið góð innspýting.“

Jóhann Gunnar tók við boltanum og ræddi meira um Haukana. Allt innslagið má sjá hér að neðan en einnig var farið yfir spurningar áhorfanda sem voru sendar inn.

Klippa: Seinni bylgjan: Lokaskotið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×