Handbolti

Sigrar hjá öllum Ís­lendinga­liðunum | Sig­valdi og Teitur marka­hæstir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigvaldi í landsleik.
Sigvaldi í landsleik. vísir/getty

Margir íslenskir handboltamenn voru í eldlínunni í kvöld en öll liðin sem Íslendingar spila með unnu sigra í kvöld.

Íslendingaliðið Álaborg er enn á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 33-31 sigur á Fredericia í kvöld. Átta íslensk mörk litu dagsins ljós.

Janus Daði Smárason gerði fjögur mörk og sömu segja má segja af Ómari Inga Magnússyni. Ómar Ingi gaf þar að auki þrjár stoðsendingar og Janus tvær en Álaborg er með tólf stiga forskot í Danmörku.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk úr sex skotum er Barcelona vann sex marka sigur á Huesca, 32-26. Börsungar hafa unnið alla átján deildarleiki sína á leiktíðinni.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk úr fimm skotum í öruggum sigri Paris á Créteil í Frakklandi, 39-26. PSG hefur unnið alla sína sextán deildarleiki.







Sigvaldi Guðjónsson skoraði níu mörk og var markahæsti leikmaður vallarins er Elverum hafði betur gegn Haslum, 33-28. Elverum er á toppnum í Noregi með átta stiga forskot.

Teitur Örn Einarsson skoraði átta mörk er Kristianstad vann 29-27 sigur á Redbergslids í sænsku úrvalsdeildinni en Ólafur Guðmundsson var ekki með. Kristianstad í 3. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×