Meðferð almannafjár Brynjar Níelsson skrifar 4. febrúar 2020 10:00 Mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að tryggja að vel sé farið með almannafé. Ábyrgðin er mikil og getur verið dýrkeypt ef óvarlega er farið. Í umræðu um fjárlagafrumvarpið á hverju hausti eru þingmenn staddir í einhvers konar hringleikahúsi þar sem hver og einn leikhópur fær sinn leikþátt. Þar býður hver leikhópur upp á tugmilljarða viðbótarútgjöld frá árinu á undan. Þekkt eru þau sjónarmið að nóg sé til af peningum og það þurfi bara að sækja þá, sem þýðir á mannamáli að hækka eigi skatta. Sumir halda að þær skattahækkanir komi ekkert við almenning heldur séu þær bundnar við einhverja auðmenn, sem munu vera um 1% landsmanna ef marka má forsprakka íslenskra sósíalista. Einnig að skattahækkanir hafi engin áhrif á samkeppnishæfni atvinnulífsins, fjárfestingar og efnahagslega velferð okkar. Sumir stjórnmálamenn trúa því meira að segja að hægt sé að auka velferð með hærri sköttum og minni hagvexti. Frumlegri verða stjórnmálamenn ekki. Má líkja þessari útgjaldaþörf við fyllerí þar sem menn geti ekki hætt að drekka af ótta við að fá timburmenn. En það kemst enginn alki hjá því að fá timburmenn fyrr eða síðar. Mikil aukning útgjalda Aðspurð segjum við öll að það þurfi að leggja miklu meira fé í heilbrigðiskerfið, almannatryggingar og menntakerfið þrátt fyrir að nánast allur hagvöxtur frá 2013 hafi farið í þessa málaflokka. Kannski vita ekki margir að útgjöld til heilbrigðismála hafa aukist um tæplega 70% að raunvirði síðasta áratuginn. Ýmsir stjórnmálamenn halda því samt blákalt fram að það hafi verið niðurskurður til heilbrigðismála, jafnvel blóðugur. Útgjöld til almannatrygginga hafa næstum því tvöfaldast að raungildi á sama tíma, sem er í engu samræmi við umræðuna í samfélaginu. Í raun hefur verið aukning útgjalda til allra málaflokka en þrátt fyrir það er ákallið og kröfurnar um meiri útgjöld sem aldrei fyrr. Og þrátt fyrir alla þessa aukningu útgjalda virðist enginn upplifa að við séum að fá eitthvað fyrir peninginn. Betri nýting fjármuna Fáir velta því fyrir sér hvort nýting á skattfé sé góð og hvort hagræða megi í ríkisrekstri. Ríkisrekstur blæs út með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning því að við stjórnmálamenn þurfum að vera með puttana í öllu og treystum engum öðrum en ríkisstarfsmönnum fyrir rekstri. Á meðan hafa nauðsynlegar fjárfestingar í raforkuflutningi og samgöngum setið á hakanum – fjárfestingar sem alltaf munu borga sig fjárhagslega fyrir utan að vera mikið öryggismál. Svo má alls ekki losa skattgreiðendur undan áhætturekstri og gagnslausri eignasöfnun og nota þá fjármuni til þessara góðu og gagnlegu verkefna. Virðist óttinn við að einhverjir hagnist ráði þar mestu. Það er ekki eftir neinu að bíða með að selja eignarhlut ríkisins í bönkunum áður en þeir verða verðlausir í okkar höndum, að minnst kosti í öðrum þeirra. Einhverjir hljóta nú að vera glaðir yfir því að skattgreiðendur keyptu ekki Arion banka á sínum tíma eins og hávær krafa var um. Geðþótti og gæluverkefni En það er ekki bara við gerð fjárlaga sem stjórnmálamenn fara fram úr sér í útgjaldagleðinni. Reglulega eru þeir að taka ákvarðanir um að greiða bætur úr ríkissjóði upp á tugi og hundruð milljóna til einstaklinga í fordæmalausum málum án þess að dómsvaldið hafi haft nokkuð um réttmæti krafnanna að segja. Svo spreða stjórnmálamenn skattfé út og suður í mál sem vekja áhuga þeirra án nokkurrar kröfu um skyldur eða endurgjald á móti, jafnvel til einstaklinga og félaga sem eru í samkeppnisrekstri við aðra. Þar eru borgaryfirvöld duglegri en aðrir. Þá má ekki gleyma að flestir stjórnmálamenn telja rétt að skattgreiðendur fjármagni alla fjölmiðlun í landinu og því þurfi að efla Fjölmiðlanefnd til muna til að fylgjast með fjölmiðlum með tilheyrandi kostnaði. Það er víst betra í hugum margra en að leyfa þessum fjölmiðlum að keppa við ríkismiðilinn og erlenda miðla á jafnréttisgrundvelli. Svona meðferð á almannafé truflar ekki góða og sanngjarna stjórnmálamenn með ríka réttlætiskennd. Í þeirra huga eru skattgreiðendur eins og hvert annað ávaxtatré sem tínt er af eftir þörfum. Ísland er háskattaland Hlutfall skatttekna hins opinbera af landsframleiðslu á Íslandi er næst hæst í Evrópu. Að teknu tilliti til lögbundinna iðgjalda í lífeyrissjóði og almannatrygginga, svo ekki séu nefnd öll þau aukagjöld sem lögð eru á almenning fyrir minnstu viðvik, er skattbyrðin hæst í OECD löndunum. Þá sjaldan sem næst einhver skattalækkun á almenning er hún jafnharðan tekin til baka með nýjum sköttum, hvort sem þeir heita kolefnisgjald eða urðunarskattur eða enn furðulegri nöfnum. Ísland er því sannanlega háskattaland í öllum samanburði þótt mörgum finnist ekki nóg að gert í skattheimtu. Ef svo heldur fram sem horfir verðum við undir í samkeppninni við önnur lönd því við erum ekki eyland þótt við búum á eyju. Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Brynjar Níelsson Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að tryggja að vel sé farið með almannafé. Ábyrgðin er mikil og getur verið dýrkeypt ef óvarlega er farið. Í umræðu um fjárlagafrumvarpið á hverju hausti eru þingmenn staddir í einhvers konar hringleikahúsi þar sem hver og einn leikhópur fær sinn leikþátt. Þar býður hver leikhópur upp á tugmilljarða viðbótarútgjöld frá árinu á undan. Þekkt eru þau sjónarmið að nóg sé til af peningum og það þurfi bara að sækja þá, sem þýðir á mannamáli að hækka eigi skatta. Sumir halda að þær skattahækkanir komi ekkert við almenning heldur séu þær bundnar við einhverja auðmenn, sem munu vera um 1% landsmanna ef marka má forsprakka íslenskra sósíalista. Einnig að skattahækkanir hafi engin áhrif á samkeppnishæfni atvinnulífsins, fjárfestingar og efnahagslega velferð okkar. Sumir stjórnmálamenn trúa því meira að segja að hægt sé að auka velferð með hærri sköttum og minni hagvexti. Frumlegri verða stjórnmálamenn ekki. Má líkja þessari útgjaldaþörf við fyllerí þar sem menn geti ekki hætt að drekka af ótta við að fá timburmenn. En það kemst enginn alki hjá því að fá timburmenn fyrr eða síðar. Mikil aukning útgjalda Aðspurð segjum við öll að það þurfi að leggja miklu meira fé í heilbrigðiskerfið, almannatryggingar og menntakerfið þrátt fyrir að nánast allur hagvöxtur frá 2013 hafi farið í þessa málaflokka. Kannski vita ekki margir að útgjöld til heilbrigðismála hafa aukist um tæplega 70% að raunvirði síðasta áratuginn. Ýmsir stjórnmálamenn halda því samt blákalt fram að það hafi verið niðurskurður til heilbrigðismála, jafnvel blóðugur. Útgjöld til almannatrygginga hafa næstum því tvöfaldast að raungildi á sama tíma, sem er í engu samræmi við umræðuna í samfélaginu. Í raun hefur verið aukning útgjalda til allra málaflokka en þrátt fyrir það er ákallið og kröfurnar um meiri útgjöld sem aldrei fyrr. Og þrátt fyrir alla þessa aukningu útgjalda virðist enginn upplifa að við séum að fá eitthvað fyrir peninginn. Betri nýting fjármuna Fáir velta því fyrir sér hvort nýting á skattfé sé góð og hvort hagræða megi í ríkisrekstri. Ríkisrekstur blæs út með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning því að við stjórnmálamenn þurfum að vera með puttana í öllu og treystum engum öðrum en ríkisstarfsmönnum fyrir rekstri. Á meðan hafa nauðsynlegar fjárfestingar í raforkuflutningi og samgöngum setið á hakanum – fjárfestingar sem alltaf munu borga sig fjárhagslega fyrir utan að vera mikið öryggismál. Svo má alls ekki losa skattgreiðendur undan áhætturekstri og gagnslausri eignasöfnun og nota þá fjármuni til þessara góðu og gagnlegu verkefna. Virðist óttinn við að einhverjir hagnist ráði þar mestu. Það er ekki eftir neinu að bíða með að selja eignarhlut ríkisins í bönkunum áður en þeir verða verðlausir í okkar höndum, að minnst kosti í öðrum þeirra. Einhverjir hljóta nú að vera glaðir yfir því að skattgreiðendur keyptu ekki Arion banka á sínum tíma eins og hávær krafa var um. Geðþótti og gæluverkefni En það er ekki bara við gerð fjárlaga sem stjórnmálamenn fara fram úr sér í útgjaldagleðinni. Reglulega eru þeir að taka ákvarðanir um að greiða bætur úr ríkissjóði upp á tugi og hundruð milljóna til einstaklinga í fordæmalausum málum án þess að dómsvaldið hafi haft nokkuð um réttmæti krafnanna að segja. Svo spreða stjórnmálamenn skattfé út og suður í mál sem vekja áhuga þeirra án nokkurrar kröfu um skyldur eða endurgjald á móti, jafnvel til einstaklinga og félaga sem eru í samkeppnisrekstri við aðra. Þar eru borgaryfirvöld duglegri en aðrir. Þá má ekki gleyma að flestir stjórnmálamenn telja rétt að skattgreiðendur fjármagni alla fjölmiðlun í landinu og því þurfi að efla Fjölmiðlanefnd til muna til að fylgjast með fjölmiðlum með tilheyrandi kostnaði. Það er víst betra í hugum margra en að leyfa þessum fjölmiðlum að keppa við ríkismiðilinn og erlenda miðla á jafnréttisgrundvelli. Svona meðferð á almannafé truflar ekki góða og sanngjarna stjórnmálamenn með ríka réttlætiskennd. Í þeirra huga eru skattgreiðendur eins og hvert annað ávaxtatré sem tínt er af eftir þörfum. Ísland er háskattaland Hlutfall skatttekna hins opinbera af landsframleiðslu á Íslandi er næst hæst í Evrópu. Að teknu tilliti til lögbundinna iðgjalda í lífeyrissjóði og almannatrygginga, svo ekki séu nefnd öll þau aukagjöld sem lögð eru á almenning fyrir minnstu viðvik, er skattbyrðin hæst í OECD löndunum. Þá sjaldan sem næst einhver skattalækkun á almenning er hún jafnharðan tekin til baka með nýjum sköttum, hvort sem þeir heita kolefnisgjald eða urðunarskattur eða enn furðulegri nöfnum. Ísland er því sannanlega háskattaland í öllum samanburði þótt mörgum finnist ekki nóg að gert í skattheimtu. Ef svo heldur fram sem horfir verðum við undir í samkeppninni við önnur lönd því við erum ekki eyland þótt við búum á eyju. Höfundur er þingmaður.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun