Körfubolti

Sportpakkinn: Stjörnumenn óstöðvandi og ójöfn framlenging í Njarðvík

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nikolas Tomsick skoraði 26 stig fyrir Stjörnuna gegn Grindavík.
Nikolas Tomsick skoraði 26 stig fyrir Stjörnuna gegn Grindavík. vísir/bára

Sautjándu umferð Domino's deildar karla í körfubolta lauk í gær með tveimur leikjum. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo.

Stjarnan vann sinn þrettánda leik í röð þegar liðið sigraði Grindavík, 99-85, í Ásgarði.

Nikolas Tomsick skoraði 26 stig fyrir Stjörnuna sem var allan tímann með yfirhöndina. Staðan í hálfleik var 50-41, Garðbæingum í vil.

Ingvi Þór Guðmundsson skoraði 24 stig fyrir Grindavík sem er í 9. sæti deildarinnar með tólf stig, tveimur stigum á eftir Þór Þ. sem er í 8. sætinu.

Val mistókst að komast upp úr fallsæti þegar liðið tapaði fyrir Njarðvík, 86-76, eftir framlengingu.

Illugi Steingrímsson jafnaði í 70-70 þegar 1,1 sekúnda var eftir. Njarðvík átti lokasóknina í venjulegum leiktíma en skot Chaz Williams geigaði.

Framlengingin var ójöfn, Njarðvíkingar skoruðu fyrstu tíu stig hennar og unnu hana, 16-6. Njarðvík er í 5. sæti deildarinnar með 20 stig.

Mario Matasovic átti frábæran leik fyrir Njarðvík; skoraði 24 stig og tók 21 frákast. Naor Sharabani skoraði 19 stig fyrir Val.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Stjarnan skín skært

 


Tengdar fréttir

Arnar: Þetta er ekki History Channel

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið sáttur með sigur sinna manna gegn Grindavík í kvöld en sagði þó enga ástæðu til að fagna og að margt væri hægt að bæta í leik síns liðs.

Sportpakkinn: Valsmenn notuðu samviskuna á Finn Atla

Finnur Atli Magnússon lék sinn fyrsta leik með Valsmönnum í Domino´s deildinni í körfubolta í Njarðvík í gærkvöldi eftir að hafa skipt úr KR rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×