Til hamingju kennarar, skólastjórnendur og allir starfsmenn skóla í Garðabæ! Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 14:30 Foreldrar og aðrir íbúar í Garðabæ eru afar ánægðir með starf skólanna í bænum samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Gallup kynnti nýverið þessar niðurstöður en könnunin var lögð fyrir í kringum síðustu áramót í tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þar var könnuð ánægja íbúa með þjónustu sveitarfélaganna. Um var að ræða tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrá, 18 ára og eldri. Garðabær í 1. sæti varðandi ánægju íbúa með skólamál Í niðurstöðum kemur fram mikil ánægja með þjónustuna í Garðabæ og sér í lagi varðandi skólastarfið, en Garðabær er í 1. sæti af 20 stærstu sveitarfélögum landsins þegar spurt er um ánægju íbúa með grunnskóla bæjarins. Slíkri niðurstöðu er rétt að fagna og þakka þeim sem hlut eiga að máli. Á sama tíma er nauðsynlegt að vera sífellt ,,á tánum“, hlúa að því sem gott er, takast á við áskoranir og stefna sífellt til betri verka. Til hamingju með þessa niðurstöðu kennarar, skólastjórnendur, allir starfsmenn skóla í Garðabæ og starfsmenn skólaskrifstofu! Metnaður skólanna og sterk fagmennska Það er alveg ljóst að niðurstaða sem þessi endurspeglar sterka fagmennsku og metnaðarfullt starf skólanna þar sem kennarar, stjórnendur og aðrir starfsmenn setja markið hátt og ná vel til nemenda sinna. Allir starfsmenn skóla eru mikilvægir hvaða hlutverki sem þeir gegna. Starfsmaður skóla sem horfir í augu barnsins, ávarpar það hlýlega með nafni og sýnir því einlægan áhuga getur skipt sköpum í lífi þess. Athygli, áhugi og umhyggja er stór gjöf í hraða nútímans. Hátt þjónustustig Garðabær leggur áherslu á hátt þjónustustig í skólakerfinu. Frjálst val er um grunnskóla þannig að börn eru ekki bundin af því að ganga í skólann sem er í þeirra hverfi, tómstundaheimili eru opin í skólafríum og boðið eru upp á frístundabíl. Tenging milli leik- og grunnskóla hefur verið aukin meðal annars með raunhæfu vali fyrir 5 ára börn um að dvelja á leikskóladeild í húsnæði grunnskóla auk þess sem móttaka nemenda í fyrsta bekk grunnskóla hefur verið efld þannig að nemendur koma viku fyrr en aðrir nemendu í skólann að hausti og fá þannig góða aðlögun að nýju skólastigi. Þróunarsjóður: Fjölþætt og öflug þróunarverkefni Þróunarsjóðir leik- og grunnskóla hafa styrkt fjölmörg öflug þróunarverkefni sem hvetja til framþróunar og efla skólastarfið. Þróunarsjóðirnir voru stofnaðir árið 2015 og hafa úthlutað 33 miljónum árlega til leik- og grunnskóla eða rétt tæpum 165 milljónum síðustu fimm ár. Jákvæður skólabragur Auk þessa er í skólastefnu bæjarins lögð áhersla á samstarf skólastiga og samfellu í námi barna og ungmenna, einstaklingsmiðað námi og námshraða og virkt samstarf heimila og skóla. Skólar hafa sjálfstæði til að marka sér sérstöðu en almennt er lögð áhersla á jákvæðan skólabrag, gott starfsumhverfi og virka símenntun starfsfólks. Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður skólanefndar grunnskóla og bæjarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Foreldrar og aðrir íbúar í Garðabæ eru afar ánægðir með starf skólanna í bænum samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Gallup kynnti nýverið þessar niðurstöður en könnunin var lögð fyrir í kringum síðustu áramót í tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þar var könnuð ánægja íbúa með þjónustu sveitarfélaganna. Um var að ræða tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrá, 18 ára og eldri. Garðabær í 1. sæti varðandi ánægju íbúa með skólamál Í niðurstöðum kemur fram mikil ánægja með þjónustuna í Garðabæ og sér í lagi varðandi skólastarfið, en Garðabær er í 1. sæti af 20 stærstu sveitarfélögum landsins þegar spurt er um ánægju íbúa með grunnskóla bæjarins. Slíkri niðurstöðu er rétt að fagna og þakka þeim sem hlut eiga að máli. Á sama tíma er nauðsynlegt að vera sífellt ,,á tánum“, hlúa að því sem gott er, takast á við áskoranir og stefna sífellt til betri verka. Til hamingju með þessa niðurstöðu kennarar, skólastjórnendur, allir starfsmenn skóla í Garðabæ og starfsmenn skólaskrifstofu! Metnaður skólanna og sterk fagmennska Það er alveg ljóst að niðurstaða sem þessi endurspeglar sterka fagmennsku og metnaðarfullt starf skólanna þar sem kennarar, stjórnendur og aðrir starfsmenn setja markið hátt og ná vel til nemenda sinna. Allir starfsmenn skóla eru mikilvægir hvaða hlutverki sem þeir gegna. Starfsmaður skóla sem horfir í augu barnsins, ávarpar það hlýlega með nafni og sýnir því einlægan áhuga getur skipt sköpum í lífi þess. Athygli, áhugi og umhyggja er stór gjöf í hraða nútímans. Hátt þjónustustig Garðabær leggur áherslu á hátt þjónustustig í skólakerfinu. Frjálst val er um grunnskóla þannig að börn eru ekki bundin af því að ganga í skólann sem er í þeirra hverfi, tómstundaheimili eru opin í skólafríum og boðið eru upp á frístundabíl. Tenging milli leik- og grunnskóla hefur verið aukin meðal annars með raunhæfu vali fyrir 5 ára börn um að dvelja á leikskóladeild í húsnæði grunnskóla auk þess sem móttaka nemenda í fyrsta bekk grunnskóla hefur verið efld þannig að nemendur koma viku fyrr en aðrir nemendu í skólann að hausti og fá þannig góða aðlögun að nýju skólastigi. Þróunarsjóður: Fjölþætt og öflug þróunarverkefni Þróunarsjóðir leik- og grunnskóla hafa styrkt fjölmörg öflug þróunarverkefni sem hvetja til framþróunar og efla skólastarfið. Þróunarsjóðirnir voru stofnaðir árið 2015 og hafa úthlutað 33 miljónum árlega til leik- og grunnskóla eða rétt tæpum 165 milljónum síðustu fimm ár. Jákvæður skólabragur Auk þessa er í skólastefnu bæjarins lögð áhersla á samstarf skólastiga og samfellu í námi barna og ungmenna, einstaklingsmiðað námi og námshraða og virkt samstarf heimila og skóla. Skólar hafa sjálfstæði til að marka sér sérstöðu en almennt er lögð áhersla á jákvæðan skólabrag, gott starfsumhverfi og virka símenntun starfsfólks. Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður skólanefndar grunnskóla og bæjarfulltrúi
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun