Fótbolti

Hræðist ekki Håland því hann þekkir lítið til hans

Anton Ingi Leifsson skrifar
Meunier og Håland mætast í febrúar.
Meunier og Håland mætast í febrúar. vísir/getty

Erling Braut Håland hefur verið sjóðheitur eftir komuna til Dortmund en Dortmund mætir PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fyrri leikur liðanna fer fram á Westfalen-leikvanginum þann 18. febrúar og síðari leikurinn í París 11. mars.

Håland hefur raðað inn mörkum í bæði þýsku deildinni sem og bikarnum eftir að hafa komið til félagsins í janúarglugganum.

Varnarmaður PSG, Thomas Meunier, virðist ekki hræðast Norðmanninn miðað við ummæli hans eftir leik PSG gegn Nantes fyrr í vikunni.

„Hræðast hann? Ég þekki hann ekki sérstaklega. Hann hefur skorað mjög vel svo Dortmund er lið sem skorar mikið en fær einnig mikið af mörkum á sig,“ sagði Belginn.
„Á pappírnum þá getur PSG unnið öll lið en þetta er undir okkur komið.“

Thomas Tuchel mun í viðureigninni snúa aftur á sinn gamla heimavöll en hann stýrði Dortmund þangað til árið 2017. Ári síðar tók hann svo við PSG.

Dortmund er í 3. sætinu í Þýskalandi, þremur stigum frá toppnum á meðan PSG er með tólf stiga forskot á toppi frönsku deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.